Innlent

Vélarvana við Látrabjarg

Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Patreksfirði, Vörður, var í gærmorgun kallað út vegna vélarvana báts eina og hálfa sjómílu suður af Látrabjargi. Tveir voru um borð og heilsast þeim vel. Báturinn, sem er sex tonna plastbátur, var tekinn í tog og var siglt með hann til Patreksfjarðar. Aðstæður voru góðar, hæglætisveður og sjógangur lítill.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×