Innlent

Bráðkvaddur í bát sínum

Eldri maður lést um borð í bát sínum sem strandaði í fjöru um þrjár sjómílur frá Bolungarvík í gærmorgun. Talið er að maðurinn hafi orðið bráðkvaddur. Björgunarbátar voru kallaðir út frá Bolungarvík og Ísafirði með lækni og sjúkralið innanborðs. Maðurinn var einn um borð og reyndist látinn þegar björgunarbátar komu á svæðið laust fyrir klukkan ellefu. Ekki hefur verið greint frá nafni hins látna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×