Innlent

Enginn misskilningur

Vegna ummæla Steinars Arnar Magnússonar friðargæsluliða um að misskilningur milli stofanna hefði valdið því að þeir hefðu ekki fengið bætur frá Tryggingarstofnun vill Karl Steinar Guðnason forstjóri Tryggingarstofnunar árétta að einskis miskilnings gætti af hálfu stofnunarinnar. Hann segir að svör utanríkisráðuneytisins við beinum spurningum hefðu verið á þá lund að friðargæsluliðarnir hefðu ekki verið í vinnu þegar að slysið átti sér stað. Síðar komu fram nýjar upplýsingar frá utanríkisráðuneytinu og var þá fyrri ákvörðun endurskoðuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×