Innlent

SA vilja lækkun vaxtabóta

Skiptar skoðanir eru um tillögur Geirs H. Haarde fjármálaráðherra um að til greina komi að endurskoða vaxtabótakerfið hér á landi. Yfirlýsingar ráðherrans koma í kjölfarið á skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD um að draga beri úr útgjöldum hins opinbera vegna vaxtabóta. Samtök atvinnulífsins fagna tillögunum í ályktun á heimasíðu sinni og telja að þensla á fasteignamarkaði sé drifkraftur verðbólgunnar og lækkun vaxtabóta sé mikilvæg aðgerð í viðnámi gegn verðbólgu. Samtökin segja vaxtabótakerfið ýta undir skuldasöfnun og sé ómarkvisst. Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni að vaxtabætur hafi á þessu og síðasta ári verið skertar um 900 milljónir króna. Hún segir milli fimmtíu til sextíu þúsund einstaklingar hafi fjármagnað kaup á íbúðahúsnæði með lánum sem byggja á greiðsluáætlunum út frá vaxtabótum og verið sé að setja greiðsluáætlanir þeirra úr skorðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×