Innlent

Sakar DV um gróft virðingarleysi

Forstjóri Landspítalans sakar DV um að sýna manni, sem sýktist af hermannaveiki, gróft virðingarleysi með því að birta mynd af honum og nafn hans í blaðinu í dag. Í yfirlýsingu sem forstjórinn birtir á heimasíðu sjúkrahússins segir hann umfjöllun annarra fjölmiðla hafa verið faglega, enda almenn sátt í samfélagi okkar að virða friðhelgi einkalífs hjá fólki sem þarf að dvelja á spítala vegna veikinda sinna. Spítalinn geri kröfur til starfsfólks og einnig til fjölmiðla um að sýna sjúklingum nærgætni og virðingu. Maðurinn er þungt haldinn af þessum sjúkdómi sem leggst á öndunarfæri og er líðan hans óbreytt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×