Innlent

Skuldir heimilanna 900 milljarðar

Heimilin í landinu skulduðu tæpa 900 milljarða um síðustu áramót sem jafngildir um þremur milljónum á hvern Íslending. Skuldirnar jukust um 107 milljarða á einu ári. Heimilin hafa eignast meira og var eignamyndunum meiri en skuldir á sama tíma. Verðmæti íbúðarhúsnæðis landsmanna jókst um 220 milljarða í fyrra og hrein eign lífeyrissjóða um 150 milljarða. Hlutfall skulda af eigin fé heimilanna hefur því farið lækkandi. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka. Þar segir ennfremur að gjaldþrotaúrskurðum hafi fækkað til muna að undanförnu. Mikið framboð sé af lausum störfum, laun hækki hratt og verðbólgan sé nálægt því að vera skapleg. Útli sé fyrir að fasteignaverð fari hækkandi enn um sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×