Innlent

Gáfu 13 sjónvörp

Það voru félagar í Lionsklúbbnum Nirði sem færðu deild R-3 að Grensási að gjöf 13 United-sjónvarpstæki með innbyggðum DVD-spilara ásamt með festingum á veggi. Formaður Lionsklúbbsins Njarðar, Hörður Sigurjónsson, afhenti gjöfina í vikunni í athöfn í skála á deildinni. Með gjöf Lionsmanna verða komin sjónvarpstæki á allar sjúkrastofur deildarinnar. Við þetta tækifæri söng Gerðubergskórinn nokkur lög og færði deildinni að gjöf 4 geisladiska. Ingibjörg S. Kolbeins hjúkrunardeildarstjóri á R-3 veitti gjöfunum viðtöku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×