Innlent

Afpláni tvö síðustu árin á Íslandi

Einar S. Einarsson, einn þeirra sem eru að reyna að fá Aron Pálma Ágústsson leystan úr haldi fangelsisyfirvalda í Texas, segir vonir standa til að hann fái að afplána tvö af tíu síðustu árum dóms síns hér á landi. RJF-hópurinn, sem fékk Bobby Fischer leystan úr haldi og er nú að vinna að lausn Arons Pálma, segir að biskup Íslands hafi verið beðinn um að fá presta til að biðja fyrir Aroni Pálma við sunnudagsmessu á næstunni. Sóknarpresturinn í Hafnarfjarðarkirkju hefur þegar orðið við þessu og verður með sérstaka mannréttindamessu á sunnudaginn. Þar munu þeir Einar og Guðmundur G. Þórarinsson, sem einnig tilheyrir RJF-hópnum, flytja ritningarorð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×