Innlent

Smitaðist líklega ekki á LHS

Maðurinn sem liggur þungt haldinn á Landspítalanum með hermannaveiki er starfsmaður spítalans. Nær útilokað er talið að hann hafi smitast þar en fátítt er að fólk smitist af hermannaveiki hér á landi. Maðurinn var ásamt stórum hópi Íslendinga með ferðaskrifstofunni Heimsferðum í Róm en var orðinn veikur örfáum dögum eftir komuna þangað. Talið er að menn veikist á bilinu tveimur til tíu dögum eftir að þeir smitast Enginn af Ítalíufarþegunum annar hefur sýnt einkenni sjúkdómsins. Már Kristjánsson smitsjúkdómalæknir segir engar líkur til þess að smitið tengist því að hann sé starfsmaður Landspítalans. Loftræstikerfi á spítalanum byggi ekki á því að rakamatta loft eins og víðast hvar erlendis. Hættan sé mest í slíkum kerfum. Þess vegna séu líkurnar á því að fá hermannaveiki á Íslandi hverfandi og þau tilfelli sem komi upp séu yfirleitt rakin til útlanda. Már segir ennfremur að íslenskum borgurum sé mjög lítil hætta búin af þeirri hermannaveikibakteríu sem kunni að vera til staðar hér á landi. Már segist einungis muna eftir einu tilfellli hermannaveiki á Íslandi sem ekki er rakið til útlanda. Að minnsta kosti eitt dauðsfall í fyrra var rakið til hermannaveiki. Már segir að oftast sé fólk sem deyr úr sjúkdómnum með veiklað ónæmiskerfi fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×