Biðlistar á líknardeild 26. maí 2005 00:01 Síðustu tvö ár hafa allt að tíu manns verið á biðlista að komast á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Þar eru nú átta rúm en til stendur að fjölga rúmunum um fjögur. Stjórn spítalans hefur sent beiðni um viðbótarfjármagn til heilbrigðisráðuneytisins en talið er að það kosti um 10 milljónir króna aukalega á ári. Líknardeildin í Kópavogi tók til starfa árið 1999 og á deildina hafa verið um 700 innlagnir þar sem sjúklingar hafa dvalist um lengri eða skemmri tíma. Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir deildarinnar, segir hana vera fyrir mikið veika einstaklinga þar sem ekki sé lengur hægt að lækna sjúkdóminn. Inntak líknandi meðferðar sé að lina þjáninguna o gbæta gæði lífsins. Um þrjátíu prósent þeirra sjúklinga sem leggjast inn á líknardeildina eru útskrifaðir þaðan aftur. Það eru þá sjúklingar sem koma í hvíldarinnlagnir og sjúklingar sem leggjast inn í svokallaða einkennameðferð þar sem reynt er að ná tökum á erfiðum einkennum sjúkdómsins. Sumir þessara sjúklinga geta síðan lagst aftur inn á deildina og þá getur verið um þeirra síðustu innlögn að ræða. Á líknardeildinni starfa 15 hjúkrunarfræðingar og þeirra helsta hlutverk er að sinna grunnþörfum sjúklinganna, s.s. sálfélagslegum þörfum, veita þeim andlegan stuðning og sinna fjölskyldum þeirra. Svandís Íris Hálfdánardóttir, hjúkrunarfræðingur á deildinni, segir vissulega koma erfiða tíma þar og þá sé mikilvægt að hópurinn standi saman og styðji við bakið hver á öðrum. Og hún segir mikilvægt að starfsmenn líknardeildarinnar hafi það viðhorf að dauðinn sé hluti af lífinu. Valgerður segir að undanfarna mánuði hafi mikil undirbúningsvinna verið unnin varðandi stækkun deildarinnar þar sem rætt er um að bæta við fjórum leguplássum. Hún segir þau heppin að hafa alltaf haft mikinn velvilja hjá sínum yfirmönnum varðandi stækkun og eflingu þjónustunnar, auk stuðnings Oddfellowreglunnar. Því ríkir bjartsýni um framtíðina. Aðstandur sjúklinga sem dvalið hafa á líknardeildinni segja að sjúklingarnir geti hvergi annars staðar hugsað sér að vera í erfiðum veikindum og hugsanlega á síðustu dögum lífs síns. Fréttir Innlent Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Síðustu tvö ár hafa allt að tíu manns verið á biðlista að komast á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Þar eru nú átta rúm en til stendur að fjölga rúmunum um fjögur. Stjórn spítalans hefur sent beiðni um viðbótarfjármagn til heilbrigðisráðuneytisins en talið er að það kosti um 10 milljónir króna aukalega á ári. Líknardeildin í Kópavogi tók til starfa árið 1999 og á deildina hafa verið um 700 innlagnir þar sem sjúklingar hafa dvalist um lengri eða skemmri tíma. Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir deildarinnar, segir hana vera fyrir mikið veika einstaklinga þar sem ekki sé lengur hægt að lækna sjúkdóminn. Inntak líknandi meðferðar sé að lina þjáninguna o gbæta gæði lífsins. Um þrjátíu prósent þeirra sjúklinga sem leggjast inn á líknardeildina eru útskrifaðir þaðan aftur. Það eru þá sjúklingar sem koma í hvíldarinnlagnir og sjúklingar sem leggjast inn í svokallaða einkennameðferð þar sem reynt er að ná tökum á erfiðum einkennum sjúkdómsins. Sumir þessara sjúklinga geta síðan lagst aftur inn á deildina og þá getur verið um þeirra síðustu innlögn að ræða. Á líknardeildinni starfa 15 hjúkrunarfræðingar og þeirra helsta hlutverk er að sinna grunnþörfum sjúklinganna, s.s. sálfélagslegum þörfum, veita þeim andlegan stuðning og sinna fjölskyldum þeirra. Svandís Íris Hálfdánardóttir, hjúkrunarfræðingur á deildinni, segir vissulega koma erfiða tíma þar og þá sé mikilvægt að hópurinn standi saman og styðji við bakið hver á öðrum. Og hún segir mikilvægt að starfsmenn líknardeildarinnar hafi það viðhorf að dauðinn sé hluti af lífinu. Valgerður segir að undanfarna mánuði hafi mikil undirbúningsvinna verið unnin varðandi stækkun deildarinnar þar sem rætt er um að bæta við fjórum leguplássum. Hún segir þau heppin að hafa alltaf haft mikinn velvilja hjá sínum yfirmönnum varðandi stækkun og eflingu þjónustunnar, auk stuðnings Oddfellowreglunnar. Því ríkir bjartsýni um framtíðina. Aðstandur sjúklinga sem dvalið hafa á líknardeildinni segja að sjúklingarnir geti hvergi annars staðar hugsað sér að vera í erfiðum veikindum og hugsanlega á síðustu dögum lífs síns.
Fréttir Innlent Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira