Innlent

Alið á ótta og óöryggi

Í fréttatilkynningu vegna birtingar ársskýrslu Amnesty International segir: "Ríkisstjórnir hafa ekki staðið við loforð sín um að virða mannréttindi og hættuleg stefnubreyting hefur orðið í þróun mannréttinda. Ný stefna er í mótun þar sem hugtök eins og frelsi og réttlæti eru notuð til að fylgja eftir stjórnarstefnum sem ala á ótta og óöryggi. Þar á meðal eru kaldranalegar tilraunir til að skilgreina upp á nýtt hvað telst vera pyndingar og veikja þannig hið algjöra bann við pyndingum sem hefur verið við lýði."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×