Innlent

Barnaauglýsingar bannaðar

Auglýsingar Umferðarstofu þar sem börn verða fyrir slysum voru úrskurðaðar ólöglegar af samkeppnisráði. Umboðsmaður barna kærði auglýsingarnar og taldi þær brot á 22. grein samkeppnislaga þar sem segir: "Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er." Samkeppisráð féllst á að auglýsingarnar brytu gegn þessari grein. Umferðarstofa hafði þegar dregið auglýsingarnar til baka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×