Innlent

Ráðherra endurskoði gjaldskrá

Í máli sem Umboðsmaður hefur tekið til meðferðar kvartaði maður yfir úrskurði menntamálaráðherra þar sem staðfest var ákvörðun Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra um að synja beiðni hans um túlkaþjónustu án endurgjalds fyrir húsfund í fjöleignarhúsi þar sem hann á íbúð. Taldi maðurinn að hann ætti rétt til þessarar þjónustu án endurgjalds á grundvelli laga um sammskiptamiðstöðina. Umboðsmaður telur að við setningu gildandi laga hefði einungis verið ætlunin að gjaldtaka tæki til hluta þeirrar þjónustu sem samskiptamiðstöðin veitti og að ekki yrði um gjaldtöku að ræða vegna þjónustu sem veitt væri heyrnarlausum og heyrnarskertum. Hann vísar til réttar fatlaðra til þess að njóta í ákveðnum tilvikum slíkrar opinberrar þjónustu án endurgjalds þannig að þeir geti rækt þær lögmæltu skyldur sem á þeim hvíla eins og aðrir borgarar eða gætt lögvarinna réttinda sinna með fullnægjandi hætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×