Innlent

Beint flug til Indlands?

Beint flug frá Indlandi til Íslands gæti hafist innan tíðar samkvæmt fregnum indverskra fjölmiðla. Þeir segja loftferðasamning verða gerðan á milli ríkjanna þegar forseti Indlands, A.P.J. Abdul Kalam-he, kemur hingað til lands á næstunni. Flugmálastjóri Indlands segir í viðtali við dagblaðið Indian Express að Indverjar þekki lítið til Íslands og öfugt en að góðar líkur séu á að beinar flugsamgöngur verði teknar upp innan tveggja ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×