Háskólar semja um nemendaskipti 13. október 2005 19:15 Á næstu árum mun íslenskum háskólanemendum fjölga til mikilla muna, en bæði Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa náð samningum við skóla í Shanghai um að skiptast á nemendum. Að stunda nám í Kína gefur íslenskum námsmönnum einstakt tækifæri til að kynnast því hvernig lífið gengur fyrir sig í samfélagi svo fjarri okkur. Flestir þeirra nemenda sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hafa áhuga á viðskiptum og vilja taka þátt í þeirri hröðu uppbyggingu sem á sér stað í Kína. Þar komu fram hugmyndir um að flytja út allt frá plastparketi og hátæknivörum til jurtaviagra. Shanghai er mögnuð borg. Þar búa um 13 milljónir manna á tiltölulega litlu svæði og uppbyggingin er gríðarlega hröð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslans, segir að borgarstjóri Sahnghai hafi sagt sér að þegar Hu, foreti Kína, hefði komið til borgarinnar fyrir skömmu hefði hann tilkynnt að það væri stefna Kína að Shanghai yrði heimsborg. Það sé merkilegt markmið vegna þess að heimsborgir séu borgir frelsis og tilfinninga og strauma milli fólks. Haukur Halldórsson, nemandi frá Bifröst sem starfar í Kína, segir að allir þeir sem hann þekki í Shanghai séu sammála um að það sé mjög gott að vera í Shanghai nú um stundir því það sé mikið að gerast. Háskólinn í Reykjavík náði á dögunum samningi við Ceibs-viðskiptaháskólann í Shanghai sem talinn er einn allra besti viðskiptaháskóli Asíu. Samningurinn felur í sér nemendaskipti í MBA-námi og er gert ráð fyrir að kínversku nemendurnir muni geta unnið fyrir íslensk fyrirtæki á meðan námi þeirra hér stendur. Ólafur Ragnar segir kínverskunám nú orðið nánast jafn mikilvægt og enskunámið þegar hann hélt utan í framhaldsnám. Karen Briem, nemi í kínversku við Pekingháskóla, segir að það hafi verið mjög gott að fara til Kína og ná grunnfærni í kínversku áður en hún fari að gera eitthvað meira. Þorgerður Þórðardóttir, sem einnig nemur kínversku í Pekingháskóla, hefur einnig lokið viðskiptafræði. Hún er á öðru ári sínu og segist vilja vera áfram í Kína og leita að tækifærum. Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Á næstu árum mun íslenskum háskólanemendum fjölga til mikilla muna, en bæði Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa náð samningum við skóla í Shanghai um að skiptast á nemendum. Að stunda nám í Kína gefur íslenskum námsmönnum einstakt tækifæri til að kynnast því hvernig lífið gengur fyrir sig í samfélagi svo fjarri okkur. Flestir þeirra nemenda sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við hafa áhuga á viðskiptum og vilja taka þátt í þeirri hröðu uppbyggingu sem á sér stað í Kína. Þar komu fram hugmyndir um að flytja út allt frá plastparketi og hátæknivörum til jurtaviagra. Shanghai er mögnuð borg. Þar búa um 13 milljónir manna á tiltölulega litlu svæði og uppbyggingin er gríðarlega hröð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslans, segir að borgarstjóri Sahnghai hafi sagt sér að þegar Hu, foreti Kína, hefði komið til borgarinnar fyrir skömmu hefði hann tilkynnt að það væri stefna Kína að Shanghai yrði heimsborg. Það sé merkilegt markmið vegna þess að heimsborgir séu borgir frelsis og tilfinninga og strauma milli fólks. Haukur Halldórsson, nemandi frá Bifröst sem starfar í Kína, segir að allir þeir sem hann þekki í Shanghai séu sammála um að það sé mjög gott að vera í Shanghai nú um stundir því það sé mikið að gerast. Háskólinn í Reykjavík náði á dögunum samningi við Ceibs-viðskiptaháskólann í Shanghai sem talinn er einn allra besti viðskiptaháskóli Asíu. Samningurinn felur í sér nemendaskipti í MBA-námi og er gert ráð fyrir að kínversku nemendurnir muni geta unnið fyrir íslensk fyrirtæki á meðan námi þeirra hér stendur. Ólafur Ragnar segir kínverskunám nú orðið nánast jafn mikilvægt og enskunámið þegar hann hélt utan í framhaldsnám. Karen Briem, nemi í kínversku við Pekingháskóla, segir að það hafi verið mjög gott að fara til Kína og ná grunnfærni í kínversku áður en hún fari að gera eitthvað meira. Þorgerður Þórðardóttir, sem einnig nemur kínversku í Pekingháskóla, hefur einnig lokið viðskiptafræði. Hún er á öðru ári sínu og segist vilja vera áfram í Kína og leita að tækifærum.
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira