Ætlum alla leið 21. maí 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut 7.997 af 12.007 gildum atkvæðum í formannskjöri Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson hlaut 3.979 atkvæði. Því sem næst tveir af hverjum þremur greiddu því Ingibjörgu Sólrúnu atkvæði sitt.. Henni var ákaft fagnað á hádegi í gær þegar úrslit kosninganna voru kunngerð á landsfundi Samfylkingarinnar. "Úrslitin í dag skipta því aðeins máli ef sigur vinnst í næstu kosningum. Þar skrifum við söguna og mótum framtíðina," sagði Ingibjörg í ávarpi sínu. Fulltrúar á landsfundinum biðu spenntir eftir viðbrögðum frambjóðendanna tveggja við úrslitunum Ingibjörg Sólrún sagði að engum dyldist að verkefni hennar og Össurar allt frá síðustu alþingiskosningum hefði ekki verið auðvelt en kvaðst hreykin af því að þeim hefði báðum tekist að leysa verkefnið af hendi með þeim hætti að Samfylkingin hefði ekki skaðast. Þvert á móti stæði hún sterkari á eftir. "Þessi kosningabarátta er Össuri og hans liðsmönnum til sóma. Ég vil þakka honum fyrir drengilega baráttu og segi honum um leið, að ég hlakka til að vinna með honum að málefnum Samfylkingarinnar um ókomin ár, sagði Ingibjörg. Jafnframt sagði hún að mestu máli skipti að þráðurinn milli hennar og Össurar hefði aldrei slitnað. "Tækifæri Samfylkingarinnar felst ekki í því hvort okkar Össurar leiðir flokkinn í næstu kosningum. Foysta er hópstarf en ekki einstaklingsframtak. Formaður er fremstur þeirra jafningja en hann kæmist hvorki lönd né strönd ef hann hefði ekki góðan málstað og gott fólk til að vinna með sér." Ingibjörg Sólrún þakkaði stuðningsmönnum sínum og sagði að undirbúningur að næstu alþingiskosningum hefði hafist þegar eftir síðuustu þingkosningar. "Við höfum ekki setið auðum höndum og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en við höfum komið frá þeirri ríkisstjórn misskiptingar og valdstýringar sem nú situr... Við erum á réttri leið og ætlum alla leið." Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við Fréttablaðið að úrslitin hefðu ekki komið sér allskostar á óvart. "Þetta er nokkuð í takt við skoðanakannanirnar sem hafa verið gerðar. Þetta var persónukjör og í því fólst ekki einu sinni dómur yfir störfum okkar í fortíðinni. Hér ráða væntingar um framtíðina. Um hana erum við að kjósa," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut 7.997 af 12.007 gildum atkvæðum í formannskjöri Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson hlaut 3.979 atkvæði. Því sem næst tveir af hverjum þremur greiddu því Ingibjörgu Sólrúnu atkvæði sitt.. Henni var ákaft fagnað á hádegi í gær þegar úrslit kosninganna voru kunngerð á landsfundi Samfylkingarinnar. "Úrslitin í dag skipta því aðeins máli ef sigur vinnst í næstu kosningum. Þar skrifum við söguna og mótum framtíðina," sagði Ingibjörg í ávarpi sínu. Fulltrúar á landsfundinum biðu spenntir eftir viðbrögðum frambjóðendanna tveggja við úrslitunum Ingibjörg Sólrún sagði að engum dyldist að verkefni hennar og Össurar allt frá síðustu alþingiskosningum hefði ekki verið auðvelt en kvaðst hreykin af því að þeim hefði báðum tekist að leysa verkefnið af hendi með þeim hætti að Samfylkingin hefði ekki skaðast. Þvert á móti stæði hún sterkari á eftir. "Þessi kosningabarátta er Össuri og hans liðsmönnum til sóma. Ég vil þakka honum fyrir drengilega baráttu og segi honum um leið, að ég hlakka til að vinna með honum að málefnum Samfylkingarinnar um ókomin ár, sagði Ingibjörg. Jafnframt sagði hún að mestu máli skipti að þráðurinn milli hennar og Össurar hefði aldrei slitnað. "Tækifæri Samfylkingarinnar felst ekki í því hvort okkar Össurar leiðir flokkinn í næstu kosningum. Foysta er hópstarf en ekki einstaklingsframtak. Formaður er fremstur þeirra jafningja en hann kæmist hvorki lönd né strönd ef hann hefði ekki góðan málstað og gott fólk til að vinna með sér." Ingibjörg Sólrún þakkaði stuðningsmönnum sínum og sagði að undirbúningur að næstu alþingiskosningum hefði hafist þegar eftir síðuustu þingkosningar. "Við höfum ekki setið auðum höndum og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en við höfum komið frá þeirri ríkisstjórn misskiptingar og valdstýringar sem nú situr... Við erum á réttri leið og ætlum alla leið." Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við Fréttablaðið að úrslitin hefðu ekki komið sér allskostar á óvart. "Þetta er nokkuð í takt við skoðanakannanirnar sem hafa verið gerðar. Þetta var persónukjör og í því fólst ekki einu sinni dómur yfir störfum okkar í fortíðinni. Hér ráða væntingar um framtíðina. Um hana erum við að kjósa," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira