KEA vill undirbúa stóriðju
Stjórn KEA hvetur til þess að byrjað verði á göngum undir Vaðlaheiði og lýsir vilja til að taka þátt í undirbúningi að uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi. Þá áréttar stjórnin mikilvægi þess að samstarf verði á milli byggðarlaga um staðarval. Í þessu sambandi þurfi að bæta samgöngur á Norðausturlandi þannig að stærra atvinnusvæði njóti ávinnings af atvinnuuppbyggingu.