Sport

Guðjón sá sjötti á fimm árum

Samningur Guðjóns Þórðarsonar við Notts County er til þriggja ára. Félagið er elsta knattspyrnulið heims og liðinu hefur haldist illa á knattspyrnustjórum. Guðjón verður sá sjötti á fimm árum. Stjórnarformaður County, Patrick Nelson, segir á heimasíðu félagsins að Guðjón hafi verið besti kosturinn sem völ var á. Hann segir að með Howard Wilkinson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Englendinga, í stjórn félagsins og Guðjón sem þjálfara hafi þetta gamalgróna félag ekki haft betri stjórnendur frá stofnun félagsins. Guðjón sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að hann hefði ekkert rætt við forráðamenn Notts County. Í morgun var hann þó ráðinn stjóri félagsins næstu þrjú árin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×