Afgangsstærðirnar hjá Strætó 13. október 2005 19:12 Nýtt leiðarkerfi Strætó - Björn Finnsson æskulýðsfulltrúi. Nú styttist óðum í að hið nýja og margbrotna leiðakerfi almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu verði tekið í notkun.Sjálfsagt er hægt að finna góðar hliðar þessara breytinga en tilefni skrifa minna er nú á hinn veginn, um það sem augljóslega eru skelfileg mistök við hönnun þess. Þar ber fyrst að geta þess að hið mikla íþrótta- og útivistarsvæði Laugardalurinn, með aðal íþrótta- og sýngarhallir landssins, skautahöll, eina dýra- og skemmtigarði borgarinnar, tjaldsvæði Borgarinnar, stærstu sundlaug og Grasagarðinum, verður tekið að miklu leyti úr sambandi við strætó. Þúsundir manna sækja Laugardalinn heim til útiveru og íþróttaþjálfunar, tónleika og sýninga allan ársins hring, auk þess er svæðið mikið notað að sumarlagi fyrir hópa barna af barnaheimilum og leikjanámskeiðum. Þessir síðasttöldu hópar koma einkum að sumarlagi og geta dreift komu sinni á lengri tíma en brottför, því flestir þurfa hóparnir að vera komnir á starfsstöðvar sínar um kl.16:00. Í hinu nýja leiðakerfi eru aðeins tvær leiðir sem fara um Suðurlandsbrautina og geta nýst þessum hópum og ein leið sem fer um Sundlaugaveginn . Leiðir þessar verða á 20 mínútna fresti. Leið 15 í Mosfellsbæ verður eina tengingin fyrir öll efri hverfi Borgarinnar við Laugardalinn og eiga skiptingar að fara fram við Ártúnsbrekkuna, þá stóru umferðaræð sem varhugavert er að hafa barnahópa við. Þetta á við um alla hópa úr Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, og Norðlingaholti auk umferðar af Kjalarnesi og úr Mosfellsbæ. Einn vagn á 20 mínútna fresti þýðir að hópar barna verða að bíða langtímum saman eftir næsta vagni í öllum veðrum. Á sama hátt er ein leið sem á að þjóna öllum nágrannabæjunum suður af borginni. Leiðin um Sundlaugaveginn býður upp á óhægkvæma og hættulega skiptingu yfir Miklubrautina. Báðar leiðir um Suðurlandsbraut nýtast Vesturhluta borgarinnar og orska því aðeins skárra ástand. Allar leiðir liggja í Háskólann, segja umferðafræði skipuleggjanda, en þar eru flestir á einkabílum. Af hverju þarf að fara vestur að Háskóla vilji maður komast á Hlemm? Er ekki óþarfi að auka bílaálag miðborgarinnar með öllum þessum fjölda vagna? Til dæmis munu á annatímun samkvæmt gefnum forsendum fara 78 vagnar á klukkustund um Hverfisgötu og dreifast á tvær götur í miðborginni. Þetta eru um það bil 936 metrar af vögnum miðað við 12 m. langa bíla og auðvitað bara helmingur í hvora átt. Telja menn virkilega að flutningaþörfin sé þvílík á þessu svæði? Það er greinilegt að barnahópar og börn yfirleitt eiga ekki upp á pallborð þeirra sem hugsa upp svona kerfi, auk þess sem útivistarsvæði og íþróttaaðstaða eru gjarnan afgangsstærð. Oft þarf þó ekki annað en til dæmis eina biðstöð í viðbót til að gera svæði aðgengileg. Dæmi um þetta er í Fossvogsdalnum, þar hefur ekki verið biðstöð en um leið og komið er í Kópavogsdal er biðstöð svo fólk geti nýtt vagnana til að komast að og frá svæðinu. Menn skyldu hafa í huga að sú vegalengd sem fullorðnir er flestir færir um að ganga auðveldlega er ekki alltaf á færi barna sem taka smærri skref og eru lengur á leiðinni. Ljós punktur er að ákveðið hefur verið að tengja Nauthólsvíkina við leiðakerfið að sumri til með akstri að Nauthól. Margt fleira mætti tína til sem varðar afnot af kerfinu, t.d. að uppröðun stæða á aðalskiptistöðvum verði þannig að farþegar þurfi ekki að hlaupa á milli vagna, hvernig biðskýli snúa, þau myndu koma að meira gagni ef bakhliðin snéri að götunni og hlífðu farþegum við bleytuaustrinum af götunni. Þá er umhugsunarvert hvort snjó- og þrifaáætlun gangbrauta verði færð til samræmis við þessa breytingu. Þetta skrifa ég nú þar sem aðrar leiðir til að koma í veg fyrir Laugardalsmistökin hafa ekki borið árangur. Það er nú liðið eitt ár frá því ég vakti fyrst máls á þessu við Strætó með athugasemdum, svo og við fyrrverandi borgarstjóra á opnum fundi í Breiðholti, og yfirmenn ÍTR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Nýtt leiðarkerfi Strætó - Björn Finnsson æskulýðsfulltrúi. Nú styttist óðum í að hið nýja og margbrotna leiðakerfi almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu verði tekið í notkun.Sjálfsagt er hægt að finna góðar hliðar þessara breytinga en tilefni skrifa minna er nú á hinn veginn, um það sem augljóslega eru skelfileg mistök við hönnun þess. Þar ber fyrst að geta þess að hið mikla íþrótta- og útivistarsvæði Laugardalurinn, með aðal íþrótta- og sýngarhallir landssins, skautahöll, eina dýra- og skemmtigarði borgarinnar, tjaldsvæði Borgarinnar, stærstu sundlaug og Grasagarðinum, verður tekið að miklu leyti úr sambandi við strætó. Þúsundir manna sækja Laugardalinn heim til útiveru og íþróttaþjálfunar, tónleika og sýninga allan ársins hring, auk þess er svæðið mikið notað að sumarlagi fyrir hópa barna af barnaheimilum og leikjanámskeiðum. Þessir síðasttöldu hópar koma einkum að sumarlagi og geta dreift komu sinni á lengri tíma en brottför, því flestir þurfa hóparnir að vera komnir á starfsstöðvar sínar um kl.16:00. Í hinu nýja leiðakerfi eru aðeins tvær leiðir sem fara um Suðurlandsbrautina og geta nýst þessum hópum og ein leið sem fer um Sundlaugaveginn . Leiðir þessar verða á 20 mínútna fresti. Leið 15 í Mosfellsbæ verður eina tengingin fyrir öll efri hverfi Borgarinnar við Laugardalinn og eiga skiptingar að fara fram við Ártúnsbrekkuna, þá stóru umferðaræð sem varhugavert er að hafa barnahópa við. Þetta á við um alla hópa úr Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, og Norðlingaholti auk umferðar af Kjalarnesi og úr Mosfellsbæ. Einn vagn á 20 mínútna fresti þýðir að hópar barna verða að bíða langtímum saman eftir næsta vagni í öllum veðrum. Á sama hátt er ein leið sem á að þjóna öllum nágrannabæjunum suður af borginni. Leiðin um Sundlaugaveginn býður upp á óhægkvæma og hættulega skiptingu yfir Miklubrautina. Báðar leiðir um Suðurlandsbraut nýtast Vesturhluta borgarinnar og orska því aðeins skárra ástand. Allar leiðir liggja í Háskólann, segja umferðafræði skipuleggjanda, en þar eru flestir á einkabílum. Af hverju þarf að fara vestur að Háskóla vilji maður komast á Hlemm? Er ekki óþarfi að auka bílaálag miðborgarinnar með öllum þessum fjölda vagna? Til dæmis munu á annatímun samkvæmt gefnum forsendum fara 78 vagnar á klukkustund um Hverfisgötu og dreifast á tvær götur í miðborginni. Þetta eru um það bil 936 metrar af vögnum miðað við 12 m. langa bíla og auðvitað bara helmingur í hvora átt. Telja menn virkilega að flutningaþörfin sé þvílík á þessu svæði? Það er greinilegt að barnahópar og börn yfirleitt eiga ekki upp á pallborð þeirra sem hugsa upp svona kerfi, auk þess sem útivistarsvæði og íþróttaaðstaða eru gjarnan afgangsstærð. Oft þarf þó ekki annað en til dæmis eina biðstöð í viðbót til að gera svæði aðgengileg. Dæmi um þetta er í Fossvogsdalnum, þar hefur ekki verið biðstöð en um leið og komið er í Kópavogsdal er biðstöð svo fólk geti nýtt vagnana til að komast að og frá svæðinu. Menn skyldu hafa í huga að sú vegalengd sem fullorðnir er flestir færir um að ganga auðveldlega er ekki alltaf á færi barna sem taka smærri skref og eru lengur á leiðinni. Ljós punktur er að ákveðið hefur verið að tengja Nauthólsvíkina við leiðakerfið að sumri til með akstri að Nauthól. Margt fleira mætti tína til sem varðar afnot af kerfinu, t.d. að uppröðun stæða á aðalskiptistöðvum verði þannig að farþegar þurfi ekki að hlaupa á milli vagna, hvernig biðskýli snúa, þau myndu koma að meira gagni ef bakhliðin snéri að götunni og hlífðu farþegum við bleytuaustrinum af götunni. Þá er umhugsunarvert hvort snjó- og þrifaáætlun gangbrauta verði færð til samræmis við þessa breytingu. Þetta skrifa ég nú þar sem aðrar leiðir til að koma í veg fyrir Laugardalsmistökin hafa ekki borið árangur. Það er nú liðið eitt ár frá því ég vakti fyrst máls á þessu við Strætó með athugasemdum, svo og við fyrrverandi borgarstjóra á opnum fundi í Breiðholti, og yfirmenn ÍTR.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar