Innlent

Prófið öðruvísi en kynnt var

Samræmda prófið í stærðfræði sem grunnskólanemar þreyttu í gær var öðruvísi en búið var að kynna kennurum og nemendum. Alda Gísladóttir, kennari í Valhúsaskóla, segir kennara hafa fengið rangar upplýsingar um hvernig prófið yrði byggt upp. Kennarar fengu bréf frá Námsmatsstofnun þar sem fram var tekið að sá hluti prófsins sem skal leystur án reiknivélar yrði lengri og myndi vega þyngra en undanfarin ár og hefðu kennarar undirbúið nemendur með það að leiðarljósi. Þegar á hólminn var komið var prófið samt með svipuðum áherslum og undanfarið. Sigurgrímur Skúlason, sviðstjóri prófadeildar Námsmatsstofnunar, viðurkennir að dreifingin hafi ekki verið eins og lagt var upp með, hins vegar hafi mörg dæmi verið í reiknivélahlutanum verið til þess fallin að þau væru leyst án reiknivélar. Hann viðurkennir að atvikið sé mjög óheppilegt. Aðspurður hvort búast megi við frekari óvæntum uppákomum í samræmdu prófunum segist Sigurgrímur vona að svo verði ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×