Ný samkeppnislög 11. maí 2005 00:01 Lög um samkeppnismál voru afgreidd frá Alþingi í fyrradag. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, sagði í umræðum um atkvæðagreiðsluna að lagabreytingarnar snerust fyrst og fremst um aðferðir stjórnarflokkanna til að ná pólítískum tökum á sjálfstæðum og óþægilegum stofnunum, auk þess sem koma þyrfti vildarvinum fyrir í kerfinu. Samkeppnisstofnun væri í fjársvelti og 100 milljónir króna skorti til að ljúka þeim verkefnum sem borist hefðu henni. "Samkeppnisstofnun gerði ríkisstjórninni það sem alls ekki mátti gera. Hún snerti hina ósnertanlegu. Hún snerti þá sem aldrei hafa þurft að bera ábyrgð á gerðum sínum. Hún snerti þá sem hingað til hafa setið á fremsta bekk á landsfundum stjórnarflokkanna og rakað saman fé í þeirra þágu. Almenningur mun fylgjast með hverri hreyfingu viðskiptaráðherra í þessu máli," sagði Lúðvík. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði frumvörpin eitt merkasta mál þingsins í vetur. Ákvörðunarvald yrði fært frá fimm manna pólítískt skipuðu samkeppnisráði til samkeppniseftirlitsins. Fjárframlög yrðu aukin. "Stjórnarandstaðan hefur lagst lágt að halda því fram að um sé að ræða hefndaraðgerðir stjórnvalda vegna olíumálsins. Við upphaf þess í desember 2001 var haft eftir mér í einu dagblaðanna að aðgerðin hefði verið "heppileg og hörð". Auk þess hafnaði ég beiðni Verslunarráðs um að hafa afskipti af málinu og láta rannsaka afskipti Samkeppnisstofnunar," sagði Valgerður. Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði lögin auka handstýringu stjórnvalda. "Hér er gengið gegn hagsmunum neytenda og við höfnum þessari málsmeðferð," sagði Guðjón. "Með lagasetningunni er verið að opna fyrir pólítíska íhlutun í samkeppniseftirlit enda lögin sett til höfuðs forstöðumönnum sem gengu vasklega fram í olíumálinu," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Lög um samkeppnismál voru afgreidd frá Alþingi í fyrradag. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, sagði í umræðum um atkvæðagreiðsluna að lagabreytingarnar snerust fyrst og fremst um aðferðir stjórnarflokkanna til að ná pólítískum tökum á sjálfstæðum og óþægilegum stofnunum, auk þess sem koma þyrfti vildarvinum fyrir í kerfinu. Samkeppnisstofnun væri í fjársvelti og 100 milljónir króna skorti til að ljúka þeim verkefnum sem borist hefðu henni. "Samkeppnisstofnun gerði ríkisstjórninni það sem alls ekki mátti gera. Hún snerti hina ósnertanlegu. Hún snerti þá sem aldrei hafa þurft að bera ábyrgð á gerðum sínum. Hún snerti þá sem hingað til hafa setið á fremsta bekk á landsfundum stjórnarflokkanna og rakað saman fé í þeirra þágu. Almenningur mun fylgjast með hverri hreyfingu viðskiptaráðherra í þessu máli," sagði Lúðvík. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sagði frumvörpin eitt merkasta mál þingsins í vetur. Ákvörðunarvald yrði fært frá fimm manna pólítískt skipuðu samkeppnisráði til samkeppniseftirlitsins. Fjárframlög yrðu aukin. "Stjórnarandstaðan hefur lagst lágt að halda því fram að um sé að ræða hefndaraðgerðir stjórnvalda vegna olíumálsins. Við upphaf þess í desember 2001 var haft eftir mér í einu dagblaðanna að aðgerðin hefði verið "heppileg og hörð". Auk þess hafnaði ég beiðni Verslunarráðs um að hafa afskipti af málinu og láta rannsaka afskipti Samkeppnisstofnunar," sagði Valgerður. Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði lögin auka handstýringu stjórnvalda. "Hér er gengið gegn hagsmunum neytenda og við höfnum þessari málsmeðferð," sagði Guðjón. "Með lagasetningunni er verið að opna fyrir pólítíska íhlutun í samkeppniseftirlit enda lögin sett til höfuðs forstöðumönnum sem gengu vasklega fram í olíumálinu," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira