Viðskipti innlent

Burðarás samkvæmt spám

Hagnaður Burðaráss nam ríflega 4,6 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hagnaðurinn er nálægt spám greiningardeilda. Fjárfestingartekjur voru litlu minni en á sama tímabili í fyrra eða 5,4 milljarðar samanborið við 5,9 milljarða í fyrra. Stærsta óskráða eign Burðaráss er Eimskipafélagið, en 70 milljón króna hagnaður varð af Eimskipafélaginu á móts við 49 milljón króna tapi á sama tíma í fyrra. Gjaldfærðar voru 200 milljónir króna á tímabilinu vegna tjóns á Dettifossi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×