Umhverfið hvetji til heilbrigðis 9. maí 2005 00:01 Árlegur dagur hreyfingar er haldinn 10. maí að frumkvæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Tilgangurinn er að hvetja almenning til aukinnar hreyfingar, að hvetja til þess að frumkvæði sé virkjað og að staðið sé fyrir uppákomum sem minna á heilsubætandi áhrif líkamlegrar hreyfingar. Síðast en ekki síst að yfirvöld marki sér stefnu og geri áætlanir sem miði að því að fólk taki þátt í sjálfbærri, reglulegri hreyfingu í frístundum, til að komast á milli staða, í vinnu og skóla eða heima við. Regluleg hreyfing er manninum mikilvæg ef hann á að halda andlegri og líkamlegri heilsu. Þrjátíu mínútur af meðalröskri hreyfingu daglega dregur m.a. úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, háþrýstingi, heilablóðfalli, sumum tegundum krabbameina og beinþynningu. Auk þess styrkir það líkamann og eykur úthald og þar með lífsgæði viðkomandi. Hreyfingin hefur líka áhrif á geðheilbrigði og getur stundum komið í stað annarra meðferða. Samband líkamsþjálfunar og depurðar er þekkt. Þá er sjálfsvirðing og sjálfsmynd sterkari meðal þeirra sem stunda líkamsþjálfun. Það er því ljóst að aukin líkamsþjálfun meðal almennings skilar sér í minni sjúkdómsbyrði og lægri kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Þema ársins 2005 er "Hvetjandi umhverfi" (Supportive Environments). Rannsóknir sýna að umhverfi fólks hefur mikið um það að segja hvort fólk hreyfir sig og sé virkt líkamlega. Þannig spilar skipulag og fyrirhyggja í umhverfismálum stóran þátt í að gera hreyfingu og líkamlega áreynslu að lífsstíl meðal almennings. Hreyfivænt umhverfi er umhverfi sem býður öllum upp á möguleika til að njóta ánægjulegrar, auðveldrar og öruggrar líkamsþjálfunar við hæfi. Það bætir þannig heilsu, dregur úr félagslegri einangrun og eykur lífsgæði á margvíslegan hátt. Samband heilsusamlegra lífshátta og umhverfis er um þessar mundir rannsakað víða um heim sem ein lausn á þeim vanda sem við blasir í heilbrigðismálum. Með hreyfivænu umhverfi er m.a átt við: Gott aðgengi að opnum svæðum, görðum og leiksvæðum þar sem fjölskyldan getur notið hreyfingar. Nálægð við slík svæði og greið og örugg leið þangað, hvetur fólk til útiveru. Umhverfið þarf að vera áhugavert, aðlaðandi, öruggt, heilnæmt og laust við mengun. Nálægð við náttúru hefur mikil og góð áhrif á líðan og heilsu. Varðveisla ósnortinnar náttúru í og við þéttbýli er því aðgerð sem getur skilað kostnaði. Örugg og aðgengileg aðstaða til leikja, tómstunda og íþróttaiðkunar jafnt innandyra sem utan. Keppnisíþróttir eru ekki fyrir alla og því mikilvægt að fjölbreytt úrval sé fyrir hendi. Aðgengi mismunandi hópa að íþróttaaðstöðu, leikvöllum og sundlaugum á að vera góð. Sú gnægð af heitu vatni sem við búum við er lúxus sem hvatt hefur til útiveru og líkamsræktar og þar liggja enn ónýtt sóknarfæri. Bætt aðstaða hjólandi og gangandi í umferðinni. Fjöldi þeirra eykst í hlutfalli við bætta aðstöðu s.s. öflugra stíga- og gatnakerfi, lýsingu, upphitun og hreinsun. Góðar almenningssamgöngur og umferðaröryggi skipta hér miklu ásamt nálægð við þjónustu. Færri bílum fylgja auk þess óbein heilsufarsáhrif með minni mengun og færri slysum. Breitt samgöngumynstur er örugg leið til að ýta undir reglulega hreyfingu, leið sem yfirvöld víða um heim horfa til. Stígakerfi höfuðborgarsvæðisins er ágætt dæmi um hvetjandi aðgerð af þessu tagi. Margir nýta stígana til samgangna og á góðviðrisdögum er hægt að tala um traffík af fólki sem fer um af eigin fótafli. Fólki er gert kleift að njóta útivistar í þægilegri fjarlægð frá bílaumferð, oft á fallega grónum svæðum, í grennd við friðlýstar náttúruminjar eða við sjávarsíðuna. Að börn og unglingar séu hvött til viðeigandi líkamlegrar áreynslu og íþrótta fyrir, í og utan skólatíma, m.a. með því að ganga þannig frá umhverfi skóla að það sé öruggt til göngu og hjólreiða. Vinnustaðurinn er góður vettvangur til heilsueflingar og aukinnar hreyfingar. Það færist í vöxt að vinnuveitendur sjái sér hag í því að gera fólki kleift að stunda líkamsþjálfun í vinnutíma enda skili það sér í betri líðan á vinnustað og auknum afköstum. Í þessu sambandi er mikilvægt að vinnustaðir bjóði upp á aðgang að baðaðstöðu og umhverfi, inni eða úti, sem sé aðlaðandi og hvetji til líkamsræktar. Ríki og sveitarfélög geta skapað farveg fyrir umhverfi og félagslegar aðstæður sem stuðlar að aukinni hreyfingu með heilsteyptri stefnumörkun og löggjöf. Verkefnið kallar þó einnig á breiða þátttöku m.a. félagasamtaka af ýmsu tagi, íþróttafélaga, skóla, fjölmiðla og atvinnulífs. Skipulagsfræðingar og arkitektar gegna lykilhlutverki og það er afar þýðingarmikið að þeir kynni sér sjónarmið og hugmyndafræði hreyfivæns umhverfis. Frekari rannsókna er þörf og mikilvægt er að skapa vitund meðal almennings og yfirvalda um mikilvægi hreyfingar og þátt umhverfisins í að hvetja fólk til hreyfingar. Slíkt skilar sér sem fjárhagslegur og heilsufarslegur ávinningur fyrir einstaklingana og þjóðfélagið í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Árlegur dagur hreyfingar er haldinn 10. maí að frumkvæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Tilgangurinn er að hvetja almenning til aukinnar hreyfingar, að hvetja til þess að frumkvæði sé virkjað og að staðið sé fyrir uppákomum sem minna á heilsubætandi áhrif líkamlegrar hreyfingar. Síðast en ekki síst að yfirvöld marki sér stefnu og geri áætlanir sem miði að því að fólk taki þátt í sjálfbærri, reglulegri hreyfingu í frístundum, til að komast á milli staða, í vinnu og skóla eða heima við. Regluleg hreyfing er manninum mikilvæg ef hann á að halda andlegri og líkamlegri heilsu. Þrjátíu mínútur af meðalröskri hreyfingu daglega dregur m.a. úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, háþrýstingi, heilablóðfalli, sumum tegundum krabbameina og beinþynningu. Auk þess styrkir það líkamann og eykur úthald og þar með lífsgæði viðkomandi. Hreyfingin hefur líka áhrif á geðheilbrigði og getur stundum komið í stað annarra meðferða. Samband líkamsþjálfunar og depurðar er þekkt. Þá er sjálfsvirðing og sjálfsmynd sterkari meðal þeirra sem stunda líkamsþjálfun. Það er því ljóst að aukin líkamsþjálfun meðal almennings skilar sér í minni sjúkdómsbyrði og lægri kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Þema ársins 2005 er "Hvetjandi umhverfi" (Supportive Environments). Rannsóknir sýna að umhverfi fólks hefur mikið um það að segja hvort fólk hreyfir sig og sé virkt líkamlega. Þannig spilar skipulag og fyrirhyggja í umhverfismálum stóran þátt í að gera hreyfingu og líkamlega áreynslu að lífsstíl meðal almennings. Hreyfivænt umhverfi er umhverfi sem býður öllum upp á möguleika til að njóta ánægjulegrar, auðveldrar og öruggrar líkamsþjálfunar við hæfi. Það bætir þannig heilsu, dregur úr félagslegri einangrun og eykur lífsgæði á margvíslegan hátt. Samband heilsusamlegra lífshátta og umhverfis er um þessar mundir rannsakað víða um heim sem ein lausn á þeim vanda sem við blasir í heilbrigðismálum. Með hreyfivænu umhverfi er m.a átt við: Gott aðgengi að opnum svæðum, görðum og leiksvæðum þar sem fjölskyldan getur notið hreyfingar. Nálægð við slík svæði og greið og örugg leið þangað, hvetur fólk til útiveru. Umhverfið þarf að vera áhugavert, aðlaðandi, öruggt, heilnæmt og laust við mengun. Nálægð við náttúru hefur mikil og góð áhrif á líðan og heilsu. Varðveisla ósnortinnar náttúru í og við þéttbýli er því aðgerð sem getur skilað kostnaði. Örugg og aðgengileg aðstaða til leikja, tómstunda og íþróttaiðkunar jafnt innandyra sem utan. Keppnisíþróttir eru ekki fyrir alla og því mikilvægt að fjölbreytt úrval sé fyrir hendi. Aðgengi mismunandi hópa að íþróttaaðstöðu, leikvöllum og sundlaugum á að vera góð. Sú gnægð af heitu vatni sem við búum við er lúxus sem hvatt hefur til útiveru og líkamsræktar og þar liggja enn ónýtt sóknarfæri. Bætt aðstaða hjólandi og gangandi í umferðinni. Fjöldi þeirra eykst í hlutfalli við bætta aðstöðu s.s. öflugra stíga- og gatnakerfi, lýsingu, upphitun og hreinsun. Góðar almenningssamgöngur og umferðaröryggi skipta hér miklu ásamt nálægð við þjónustu. Færri bílum fylgja auk þess óbein heilsufarsáhrif með minni mengun og færri slysum. Breitt samgöngumynstur er örugg leið til að ýta undir reglulega hreyfingu, leið sem yfirvöld víða um heim horfa til. Stígakerfi höfuðborgarsvæðisins er ágætt dæmi um hvetjandi aðgerð af þessu tagi. Margir nýta stígana til samgangna og á góðviðrisdögum er hægt að tala um traffík af fólki sem fer um af eigin fótafli. Fólki er gert kleift að njóta útivistar í þægilegri fjarlægð frá bílaumferð, oft á fallega grónum svæðum, í grennd við friðlýstar náttúruminjar eða við sjávarsíðuna. Að börn og unglingar séu hvött til viðeigandi líkamlegrar áreynslu og íþrótta fyrir, í og utan skólatíma, m.a. með því að ganga þannig frá umhverfi skóla að það sé öruggt til göngu og hjólreiða. Vinnustaðurinn er góður vettvangur til heilsueflingar og aukinnar hreyfingar. Það færist í vöxt að vinnuveitendur sjái sér hag í því að gera fólki kleift að stunda líkamsþjálfun í vinnutíma enda skili það sér í betri líðan á vinnustað og auknum afköstum. Í þessu sambandi er mikilvægt að vinnustaðir bjóði upp á aðgang að baðaðstöðu og umhverfi, inni eða úti, sem sé aðlaðandi og hvetji til líkamsræktar. Ríki og sveitarfélög geta skapað farveg fyrir umhverfi og félagslegar aðstæður sem stuðlar að aukinni hreyfingu með heilsteyptri stefnumörkun og löggjöf. Verkefnið kallar þó einnig á breiða þátttöku m.a. félagasamtaka af ýmsu tagi, íþróttafélaga, skóla, fjölmiðla og atvinnulífs. Skipulagsfræðingar og arkitektar gegna lykilhlutverki og það er afar þýðingarmikið að þeir kynni sér sjónarmið og hugmyndafræði hreyfivæns umhverfis. Frekari rannsókna er þörf og mikilvægt er að skapa vitund meðal almennings og yfirvalda um mikilvægi hreyfingar og þátt umhverfisins í að hvetja fólk til hreyfingar. Slíkt skilar sér sem fjárhagslegur og heilsufarslegur ávinningur fyrir einstaklingana og þjóðfélagið í heild.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun