Borgin hefur styrkt Viðey 9. maí 2005 00:01 Frá því að endurbyggingu lauk í Viðey árið 1988 hefur verið rekið veitingahús í Viðeyjarstofu. Árið 1997 tók fyrirtækið Goðatorg við veitingarekstri í Viðeyjarstofu. Var gerður samningur til tveggja ára, sem var endurnýjaður tvisvar sinnum. Haustið 2003 var hafin endurskoðun á rekstri í Viðey og ákvað menningarmálanefnd að samningar varðandi rekstur í Viðey skyldu lausir í árslok 2004. Var Steinari Davíðssyni veitingamanni kynnt þessi ákvörðun og samningur framlengdur til eins árs. Það lá því algjörlega ljóst fyrir að veitingarekstur í Viðeyjarstofu yrði boðinn út í ársbyrjun 2005. Í samningi um veitingarekstur í Viðeyjarstofu er kveðið á um skyldur beggja aðila. Í ljósi þess að um mjög sérstakan stað og sögufrægt hús er að ræða, hefur Reykjavíkurborg, sem eigandi og leigusali, tekið sér mun meiri skyldur á herðar en leigusalar gera almennt, m.a. með því að tryggja reglulegar ferjusiglingar í Viðey og veita veitingamanni ýmsa þjónustu. Reykjavíkurborg hefur staðið við allar sínar skuldbindingar, en hins vegar hefur veitingamaðurinn ekki staðið við sínar og er í verulegum vanskilum með húsaleigu. Þegar veitingamaður óskaði eftir því að fá framlengingu á samningi til vors 2005 var honum gefið vilyrði fyrir því að því tilskyldu að skuld hans yrði greidd. Það hefur hann ekki gert það og því hefur samkomulagi við hann nú verið rift. Steinar hefur opinberlega látið að því liggja að Reykjavíkurborg hafi "leynt og ljós grafið undan rekstri í Viðey" og hann lætur einnig að því liggja að meint fækkun gesta sé borginni að kenna. Því er algerlega vísað á bug. Veitingareksturinn í Viðeyjarstofu er alfarið á höndum veitingamanns. Á undanförnum árum hafa um 70% gesta í Viðey verið gestir veitingahússins í Viðeyjarstofu og því er fækkun gesta að verulegu leyti á ábyrgð veitingamanns. Samanburður á fjölda þeirra sem heimsótt hafa Viðey í áranna rás er ekki samanburðarhæfur, þar sem gestatalning hefur ekki verið með sama hætti þau ár sem starfsemi hefur verið í Viðey á vegum Reykjavíkurborgar. Hið rétta er að Reykjavíkurborg hefur bætt starfið í Viðey með ýmsum hætti í því skyni að styrkja staðinn sem útivistarsvæði, m.a. með kynningu og auglýsingum á eynni fyrir ferðamenn, gerð göngustíga og merkingu minja í eynni. Sú staðreynd að enginn bauð sig fram til að reka veitingahús í Viðeyjarstofu, í útboði sem auglýst var fyrir skömmu, og erfiður rekstur veitingahúss þar undanfarin ár, er fyrst og fremst til marks um að breytingar hafa orðið í veitingahúsarekstri í Reykjavík á undanförnum árum. Reykjavíkurborg hefur fullan hug á að Viðey verði eftirsóttur útivistar- og ferðamannastaður og hyggst efla starf þar enn frekar og meðal annars með því að bjóða siglingar úr miðborginni í eyna í sumar. Eitt af mörgu sem má skoða í Viðey í allt sumar er verk Ólafs Elíassonar, Blindi skálinn, sem verið er að setja upp í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Ekki er að efa að með því verki mun Viðey verða mikilvægur áfangastaður fyrir enn fleiri en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleiri skoðanir Hörður Ægisson Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Eldfim orð Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Skoðun Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Sjá meira
Frá því að endurbyggingu lauk í Viðey árið 1988 hefur verið rekið veitingahús í Viðeyjarstofu. Árið 1997 tók fyrirtækið Goðatorg við veitingarekstri í Viðeyjarstofu. Var gerður samningur til tveggja ára, sem var endurnýjaður tvisvar sinnum. Haustið 2003 var hafin endurskoðun á rekstri í Viðey og ákvað menningarmálanefnd að samningar varðandi rekstur í Viðey skyldu lausir í árslok 2004. Var Steinari Davíðssyni veitingamanni kynnt þessi ákvörðun og samningur framlengdur til eins árs. Það lá því algjörlega ljóst fyrir að veitingarekstur í Viðeyjarstofu yrði boðinn út í ársbyrjun 2005. Í samningi um veitingarekstur í Viðeyjarstofu er kveðið á um skyldur beggja aðila. Í ljósi þess að um mjög sérstakan stað og sögufrægt hús er að ræða, hefur Reykjavíkurborg, sem eigandi og leigusali, tekið sér mun meiri skyldur á herðar en leigusalar gera almennt, m.a. með því að tryggja reglulegar ferjusiglingar í Viðey og veita veitingamanni ýmsa þjónustu. Reykjavíkurborg hefur staðið við allar sínar skuldbindingar, en hins vegar hefur veitingamaðurinn ekki staðið við sínar og er í verulegum vanskilum með húsaleigu. Þegar veitingamaður óskaði eftir því að fá framlengingu á samningi til vors 2005 var honum gefið vilyrði fyrir því að því tilskyldu að skuld hans yrði greidd. Það hefur hann ekki gert það og því hefur samkomulagi við hann nú verið rift. Steinar hefur opinberlega látið að því liggja að Reykjavíkurborg hafi "leynt og ljós grafið undan rekstri í Viðey" og hann lætur einnig að því liggja að meint fækkun gesta sé borginni að kenna. Því er algerlega vísað á bug. Veitingareksturinn í Viðeyjarstofu er alfarið á höndum veitingamanns. Á undanförnum árum hafa um 70% gesta í Viðey verið gestir veitingahússins í Viðeyjarstofu og því er fækkun gesta að verulegu leyti á ábyrgð veitingamanns. Samanburður á fjölda þeirra sem heimsótt hafa Viðey í áranna rás er ekki samanburðarhæfur, þar sem gestatalning hefur ekki verið með sama hætti þau ár sem starfsemi hefur verið í Viðey á vegum Reykjavíkurborgar. Hið rétta er að Reykjavíkurborg hefur bætt starfið í Viðey með ýmsum hætti í því skyni að styrkja staðinn sem útivistarsvæði, m.a. með kynningu og auglýsingum á eynni fyrir ferðamenn, gerð göngustíga og merkingu minja í eynni. Sú staðreynd að enginn bauð sig fram til að reka veitingahús í Viðeyjarstofu, í útboði sem auglýst var fyrir skömmu, og erfiður rekstur veitingahúss þar undanfarin ár, er fyrst og fremst til marks um að breytingar hafa orðið í veitingahúsarekstri í Reykjavík á undanförnum árum. Reykjavíkurborg hefur fullan hug á að Viðey verði eftirsóttur útivistar- og ferðamannastaður og hyggst efla starf þar enn frekar og meðal annars með því að bjóða siglingar úr miðborginni í eyna í sumar. Eitt af mörgu sem má skoða í Viðey í allt sumar er verk Ólafs Elíassonar, Blindi skálinn, sem verið er að setja upp í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Ekki er að efa að með því verki mun Viðey verða mikilvægur áfangastaður fyrir enn fleiri en áður.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar