Innlent

Ólögleg litarefni í matvörum

Vegna aðvörunar í tíma frá framleiðslufyrirtækinu General Mills í Bandaríkjunum fóru ekki á markað hérlendis vörur sem innihéldu krabbameinsvaldandi litarefni sem eru stranglega bönnuð erlendis. Um er að ræða krydd sem fylgdu með svokölluðum "dinner kits" sem hafa verið seld hérlendis undir vörumerkinu Old El Paso. Talsvert magn vörunnar var flutt hingað til lands af innflutningsaðilanum Nathan & Olsen en viðvörun kom frá Bandaríkjunum í tæka tíð og fóru því engar vörur í verslanir hérlendis að sögn Herdísar Guðjónsdóttur hjá Umhverfisstofnun sem er eftirlitsaðili með þessum málum hérlendis. Aðeins er um ákveðnar framleiðslueiningar að ræða og er fengin full vissa fyrir að þær Old El Paso vörur sem hér eru seldar innihalda ekki bönnuð efni. Litarefnið sem um ræðir kallast Para Red og er keimlíkt svokölluðu Sudan 1 litarefni en rannsóknir hafa sýnt að bæði litarefnin eru krabbameinsvaldandi og eru bönnuð í flestum löndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×