Erlent

Skotar í forystu

Skotar, sem hafa unað því misjafnlega síðustu aldirnar að lúta stjórn Englendinga, virðast nú sífellt vera að auka áhrif sín í breskum stjórnmálum. Ekki er nóg með að Tony Blair sé fæddur í Edinborg (án þess þó að vera "alvöru" Skoti) og nokkrir ráðherrar í stjórn hans síðustu tvö kjörtímabil hafi verið Skotar, heldur blasir við að eftirmaður hans í flokksleiðtogahlutverkinu – og þar með væntanlega líka á forsætisráðherrastólnum – verður "ekta" Skotinn Gordon Brown. Við þetta bætist að leiðtogi Frjálslyndra demókrata, Charles Kennedy, er þvottekta Skoti. Og hugsanlegur arftaki Michaels Howard sem leiðtogi Íhaldsflokksins er Skotinn Sir Malcolm Rifkind.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×