Erlent

Tíu létust í flugslysi í A-Kongó

Tíu fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar nærri borginni Kisangani í Austur-Kongó í gærdag. Frá þessu greindu flugmálayfirvöld á svæðinu í dag. Alls voru tólf manns um borð, þar af sex manna úkraínsk áhöfn sem lést öll, en einn komst lífs af og þá er leitað að öðrum. Flugvélin flutti, auk farþeganna, mat og sápu, en hún var rússnesk af Antonov-gerð. Ekk liggur ljóst fyrir hvers vegna hún hrapaði en talstöðvarsambandið við hana rofnaði skömmu eftir að hún tók á loft.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×