Skrýtnir afdalamenn til sýnis? 3. maí 2005 00:01 Norðurland vestra er meðal þeirra svæða á landinu sem eiga hvað mest í vök að verjast varðandi íbúaþróun. Sveitarstjórnir hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að hamla gegn brottflutningi fólks með þátttöku í atvinnulífi, frumkvæði að nýsköpun og viðleitni til samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Þannig hefur verið gengið mjög nærri fjárhagslegri getu sveitarfélaganna, þau eru meðal þeirra skuldsettustu á landinu og þar af leiðandi illa í stakk búin til að standa undir uppbyggingu atvinnulífsins, enda ekki þeirra lagalega hlutverk. Meðaltekjur íbúa eru auk þess lágar. Hvað er þá til ráða? Er þetta eitt af þeim svæðum sem eiga að fara í eyði, gera jafnvel að þjóðgarði með skrýtna afdalamenn sem sýnishorn fyrir þéttbýlisbúa? Nýlega lagði undirrituð fram fyrirspurn til ráðherra byggðamála um gerð vaxtarsamnings fyrir Norðurland vestra. Valgerður Sverrisdóttir er byggðaráðherra þess flokks sem lengi vel vildi kenna sig við landsbyggð - og á enn, furðulegt nokk, eitthvert fylgi á landsbyggðinni. Í svörum ráðherra staðfestist að á sumar byggðir landsins er litið sem annars flokks og ekki þess verðar að þeim sé sinnt. Það á við um Norðurland vestra, sem samkvæmt svari ráðherra á ekki að gera vaxtarsamning við. Fram kom í svari hans að við gerð vaxtarsamning fyrir Eyjafjarðarsvæðið hefði verið miðað við "að starfsemi hans næði ekki einungis til Eyjafjarðarsvæðisins, heldur einnig til annarra svæða á Norðurlandi, þar með talið til Norðurlands vestra". Það voru reyndar nýjar fréttir fyrir sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóra á svæðinu - að ég tali ekki um aðra íbúa. Þegar heimasíða vaxtarsamnings fyrir Eyjafjarðarsvæðið er skoðuð er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að þessi orð ráðherrans séu hrein ósannindi. Ekkert er minnst á önnur svæði en Eyjafjörð en þar stendir hins vegar: "Aðild að Vaxtarsamningi Eyjafjarðar er opin og geta fyrirtæki og félög í Eyjafirði sótt um og gerst aðilar að samningnum". Nafn vaxtarsamningsins eitt og sér varpar ljósi á hvernig staða annarra svæða á Norðurlandi gagnvart Eyjafjarðarsvæðinu er hugsuð: Þau eru ekkert í myndinni. Að sjálfsögðu vinna hagsmunaaðilar á Norðurlandi vestra og á Akureyri saman að þeim málum þar sem það er æskilegt og eðlilegt, eins og t.d. í ferðamálum, starfsemi háskólanna, við heilbrigðisþjónustu og í fleiri málaflokkum. En við uppbyggingu atvinnulífsins að öðru leyti verður ríkisvaldið að axla ábyrgð sína og taka þátt með heimamönnum. Norðurland vestra þarf nauðsynlega á því að halda að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Landbúnaður og sjávarútvegur skipa allt of stóran sess og þetta eru einmitt greinar sem ekki munu taka við fleira fólki í framtíðinni, þvert á móti. Skólagengið fólk á að eiga þess kost að sækja atvinnu á landsbyggðinni jafnt og á stærstu þéttbýlisstöðunum. Reynslan á Norðurlandi vestra sýnir einmitt að keppt er um hvert starf þar sem krafist er menntunar. Það sannar vilja fólks til að búa í friðsæld og nánd við náttúruna. En það er einmitt langoftast fábreytni atvinnulífsins sem hrekur íbúa burt af svæðinu. Í svari sínu við fyrirspurn minni sagði ráðherra m.a.: "Það er hins vegar mikilvægt að sveitarfélögin á viðkomandi svæðum standi sig og að þau hafi eitthvert frumkvæði gagnvart ríkisvaldinu ef þau hafa áhuga á samstarfi við það." Þetta eru skýr skilaboð til sveitarfélaga á svæðinu, þ.e.: Ráðherrann telur þau ekki hafa staðið sig og ekki haft neitt frumkvæði gagnvart ríkinu um samstarf. Þetta er reyndar önnur mynd af starfi sveitarfélaganna en mér er kunn. Ég veit að fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa ítrekað gengið á fund stjórnvalda í Reykjavík, þar með talið ráðherra byggðamála, með ýmiss konar erindi og málaleitanir, óskir um verkefni til vinnslu og kynningar á möguleikum svæðanna. Einnig hefur ráðamönnum, m.a. byggðamálaráðherra, verið boðið að sitja ráðstefnur um atvinnumál og kynningu á hugmyndum. Það er því ekki um að kenna áhugaleysi af þeirra hálfu né skorti á viðleitni. Núverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sagði fyrir síðustu kosningar að nú væri komin röðin að Norðvesturkjördæmi með aðgerðir í byggðamálum. Annaðhvort má hann sín einskis í glímunni við aðra ráðherra eða hann meinar ekkert með þessum orðum. Þessi ríkisstjórn er ábyrgðarlaus gagnvart landsbyggðinni og skeytir ekki hið minnsta um kjör almennings. Gildir þá einu hvort um er að ræða byggðamálaráðherra eða forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Norðurland vestra er meðal þeirra svæða á landinu sem eiga hvað mest í vök að verjast varðandi íbúaþróun. Sveitarstjórnir hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til að hamla gegn brottflutningi fólks með þátttöku í atvinnulífi, frumkvæði að nýsköpun og viðleitni til samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Þannig hefur verið gengið mjög nærri fjárhagslegri getu sveitarfélaganna, þau eru meðal þeirra skuldsettustu á landinu og þar af leiðandi illa í stakk búin til að standa undir uppbyggingu atvinnulífsins, enda ekki þeirra lagalega hlutverk. Meðaltekjur íbúa eru auk þess lágar. Hvað er þá til ráða? Er þetta eitt af þeim svæðum sem eiga að fara í eyði, gera jafnvel að þjóðgarði með skrýtna afdalamenn sem sýnishorn fyrir þéttbýlisbúa? Nýlega lagði undirrituð fram fyrirspurn til ráðherra byggðamála um gerð vaxtarsamnings fyrir Norðurland vestra. Valgerður Sverrisdóttir er byggðaráðherra þess flokks sem lengi vel vildi kenna sig við landsbyggð - og á enn, furðulegt nokk, eitthvert fylgi á landsbyggðinni. Í svörum ráðherra staðfestist að á sumar byggðir landsins er litið sem annars flokks og ekki þess verðar að þeim sé sinnt. Það á við um Norðurland vestra, sem samkvæmt svari ráðherra á ekki að gera vaxtarsamning við. Fram kom í svari hans að við gerð vaxtarsamning fyrir Eyjafjarðarsvæðið hefði verið miðað við "að starfsemi hans næði ekki einungis til Eyjafjarðarsvæðisins, heldur einnig til annarra svæða á Norðurlandi, þar með talið til Norðurlands vestra". Það voru reyndar nýjar fréttir fyrir sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóra á svæðinu - að ég tali ekki um aðra íbúa. Þegar heimasíða vaxtarsamnings fyrir Eyjafjarðarsvæðið er skoðuð er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að þessi orð ráðherrans séu hrein ósannindi. Ekkert er minnst á önnur svæði en Eyjafjörð en þar stendir hins vegar: "Aðild að Vaxtarsamningi Eyjafjarðar er opin og geta fyrirtæki og félög í Eyjafirði sótt um og gerst aðilar að samningnum". Nafn vaxtarsamningsins eitt og sér varpar ljósi á hvernig staða annarra svæða á Norðurlandi gagnvart Eyjafjarðarsvæðinu er hugsuð: Þau eru ekkert í myndinni. Að sjálfsögðu vinna hagsmunaaðilar á Norðurlandi vestra og á Akureyri saman að þeim málum þar sem það er æskilegt og eðlilegt, eins og t.d. í ferðamálum, starfsemi háskólanna, við heilbrigðisþjónustu og í fleiri málaflokkum. En við uppbyggingu atvinnulífsins að öðru leyti verður ríkisvaldið að axla ábyrgð sína og taka þátt með heimamönnum. Norðurland vestra þarf nauðsynlega á því að halda að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Landbúnaður og sjávarútvegur skipa allt of stóran sess og þetta eru einmitt greinar sem ekki munu taka við fleira fólki í framtíðinni, þvert á móti. Skólagengið fólk á að eiga þess kost að sækja atvinnu á landsbyggðinni jafnt og á stærstu þéttbýlisstöðunum. Reynslan á Norðurlandi vestra sýnir einmitt að keppt er um hvert starf þar sem krafist er menntunar. Það sannar vilja fólks til að búa í friðsæld og nánd við náttúruna. En það er einmitt langoftast fábreytni atvinnulífsins sem hrekur íbúa burt af svæðinu. Í svari sínu við fyrirspurn minni sagði ráðherra m.a.: "Það er hins vegar mikilvægt að sveitarfélögin á viðkomandi svæðum standi sig og að þau hafi eitthvert frumkvæði gagnvart ríkisvaldinu ef þau hafa áhuga á samstarfi við það." Þetta eru skýr skilaboð til sveitarfélaga á svæðinu, þ.e.: Ráðherrann telur þau ekki hafa staðið sig og ekki haft neitt frumkvæði gagnvart ríkinu um samstarf. Þetta er reyndar önnur mynd af starfi sveitarfélaganna en mér er kunn. Ég veit að fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa ítrekað gengið á fund stjórnvalda í Reykjavík, þar með talið ráðherra byggðamála, með ýmiss konar erindi og málaleitanir, óskir um verkefni til vinnslu og kynningar á möguleikum svæðanna. Einnig hefur ráðamönnum, m.a. byggðamálaráðherra, verið boðið að sitja ráðstefnur um atvinnumál og kynningu á hugmyndum. Það er því ekki um að kenna áhugaleysi af þeirra hálfu né skorti á viðleitni. Núverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, sagði fyrir síðustu kosningar að nú væri komin röðin að Norðvesturkjördæmi með aðgerðir í byggðamálum. Annaðhvort má hann sín einskis í glímunni við aðra ráðherra eða hann meinar ekkert með þessum orðum. Þessi ríkisstjórn er ábyrgðarlaus gagnvart landsbyggðinni og skeytir ekki hið minnsta um kjör almennings. Gildir þá einu hvort um er að ræða byggðamálaráðherra eða forsætisráðherra.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun