Erlent

Fangauppreisn í Tyrklandi

Fangar í hámarksöryggisfangelsi í Istanbúl í Tyrklandi gerðu uppreisn í dag og kveiktu m.a. í rúmum sínum og teppum. Föngunum tókst að ná yfirráðum yfir nokkrum göngum fangelsisins og hentu brennandi teppum á víð og dreif um gangana. Að sögn talsmanns fangelsisyfirvalda tókst slökkviliðsmönnum að ráða niðurlögum eldsins mjög skjótt og sagði hann að engum hafi orðið meint af. Árið 2000 létust 55 tyrkneskir fangar í kjölfar uppreisnar fanga víðs vegar um landið, þar af nokkrir úr hungri vegna hungurverkfalls sem þeir fóru í.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×