Sagði nýtt þrælahald hér á landi 1. maí 2005 00:01 Óprúttnir atvinnurekendur og glæpamenn reka nýja tegund þrælahalds á Íslandi í dag og vitað er um nokkur hundruð erlenda starfsmenn hér á landi sem ekki njóta lágmarksréttinda, segir fyrsti varaformaður Eflingar. Formaður BSRB segir íslenskt samfélag standa á tímamótum og formenn stjórnarflokkanna hafi ekki minnst á atvinnuleysi og slíka hluti þegar þeir voteygir mærðu hvor annan á tíu ára afmæli ríkisstjórnarinnar. Einn réttur - ekkert svindl var yfirskrift hátíðahaldanna í Reykjavík og þar vísað til erlendra verkamanna hér á landi sem ekki njóta lögbundinna réttinda og fyrirtækja sem fari á svig við lög og rétt. Lögreglan telur að um þúsund manns hafi tekið þátt í kröfugöngunni sem gekk frá Skólavörðuholti og niður á Ingólfstorg þar sem útifundur var haldinn. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrsti varaformaður Eflingar, sagði nýjan og opinn vinnumarkað Evrópu skapa fólki í fátækari löndum ný tækifæri. En um leið opnist nýjar leiðir fyrir óprúttna atvinnurekendur og eftirlitskerfið sé vanmáttugt. Þess vegna gætu vafasamir atvinnurekendur og glæpamenn rekið hér neðanjarðarstarfsemi með svika- og leppafyrirtækjum sínum. Vitað væri með vissu að hér á landi væru nokkur hundruð erlendir starfsmenn sem ekki nytu lágmarkslaunakjara eða -réttinda. Það væri líka vitað með vissu að hér störfuðu fyrirtæki sem rækju nýja tegund af þrælahaldi þar sem menn byggju við ofurvald kúgara sinna eins og forðum daga. Þórunn kallar eftir hörðum aðgerðum gegn skattsvikum og svartri atvinnustarfsemi. Ísland sé fyrirmynd annarra þjóða í lífeyrismálum. Þann skugga bæri þó á að fjölgun öryrkja stefndi lífeyrisréttinum í hættu. Þar hafi allir sofið á verðinum en ólíðandi sé úrræðaleysi stjórnvalda í endurhæfingarmálum. Hún sagðist mestar áhyggjur hafa af misréttinu í þjóðfélaginu, launabil breikki milli nýríkra forstjóra og starfsmanna á gólfinu. „Íslensk verkalýðshreyfing á nú að heita því á 1. maí að vinna gegn launamisréttinu. Baráttunni fyrir réttlæti lýkur aldrei," sagði Þórunn, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, minnti á að menn töluðu um að það væri ekkert til sem héti ókeypis máltíð en formenn stjórnarflokkanna hefðu ekki hikað við að láta skattgreiðendur borga fyrir veislu sem haldin var í tilefni 10 ára afmælis ríkisstjórnarinnar þar sem formennirnir mærðu hvor annan. „Davíð sagði að Halldór væri mikilmenni og Halldór sagði að Davíð væri stórmenni. Þeir hefðu starfað svo vel saman félagarnir og tekið svo margar ákvarðanir. „Við erum svo fljótir að ákveða, sagði Davíð og Halldór forsætisráðherra sagði að þetta væri stór stund. Mér sýndist þeir vera votir til augnanna. Eflaust voru þeir hrærðir," sagði Ögmundur. Ögmundur sagði að ekkert hefði þar verið minnst á atvinnuleysi eða aðra neikvæða hluti. Enn fremur benti hann á að íslenskt samfélag væri á tímamótum. Sótt væri að réttindum og kjörum, skotleyfi hefði verið gefið út á allt sem væri samfélagslegt, peningahyggjan vildi Íbúðalánasjóð á haugana og talað væri um að flytja Kínverja frá Gulafljóti eða öðrum fátækustu svæðum jarðarkringlunnar til að kenna Íslendingum vinnurétt og að innleiða þjónustutilskipun Evrópusambandsins því þá yrði lag að markaðsvæða sjúkraganginn og barnaskólann. „Engin fyrirstaða við því að skerða réttindi launafólks og að sjálfsögðu styðja atvinnurekendur og Verslunarráðið GATTs samningana sem segja: Allt á markað, allt lifandi og dautt á markað," sagði Ögmundur. Á Akureyri var lítili þátttaka í hátíðahöldum dagsins og giskaði lögreglan á að um 50 manns hefðu tekið þátt í kröfugöngu þar. Meiri þátttaka var hins vegar á Egilsstöðum en það má reyndar þakka góðri fundarsókn íbúa kínverska alþýðulýðveldisins sem komu ofan af Kárahnjúkum í einum fimm rútum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Óprúttnir atvinnurekendur og glæpamenn reka nýja tegund þrælahalds á Íslandi í dag og vitað er um nokkur hundruð erlenda starfsmenn hér á landi sem ekki njóta lágmarksréttinda, segir fyrsti varaformaður Eflingar. Formaður BSRB segir íslenskt samfélag standa á tímamótum og formenn stjórnarflokkanna hafi ekki minnst á atvinnuleysi og slíka hluti þegar þeir voteygir mærðu hvor annan á tíu ára afmæli ríkisstjórnarinnar. Einn réttur - ekkert svindl var yfirskrift hátíðahaldanna í Reykjavík og þar vísað til erlendra verkamanna hér á landi sem ekki njóta lögbundinna réttinda og fyrirtækja sem fari á svig við lög og rétt. Lögreglan telur að um þúsund manns hafi tekið þátt í kröfugöngunni sem gekk frá Skólavörðuholti og niður á Ingólfstorg þar sem útifundur var haldinn. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrsti varaformaður Eflingar, sagði nýjan og opinn vinnumarkað Evrópu skapa fólki í fátækari löndum ný tækifæri. En um leið opnist nýjar leiðir fyrir óprúttna atvinnurekendur og eftirlitskerfið sé vanmáttugt. Þess vegna gætu vafasamir atvinnurekendur og glæpamenn rekið hér neðanjarðarstarfsemi með svika- og leppafyrirtækjum sínum. Vitað væri með vissu að hér á landi væru nokkur hundruð erlendir starfsmenn sem ekki nytu lágmarkslaunakjara eða -réttinda. Það væri líka vitað með vissu að hér störfuðu fyrirtæki sem rækju nýja tegund af þrælahaldi þar sem menn byggju við ofurvald kúgara sinna eins og forðum daga. Þórunn kallar eftir hörðum aðgerðum gegn skattsvikum og svartri atvinnustarfsemi. Ísland sé fyrirmynd annarra þjóða í lífeyrismálum. Þann skugga bæri þó á að fjölgun öryrkja stefndi lífeyrisréttinum í hættu. Þar hafi allir sofið á verðinum en ólíðandi sé úrræðaleysi stjórnvalda í endurhæfingarmálum. Hún sagðist mestar áhyggjur hafa af misréttinu í þjóðfélaginu, launabil breikki milli nýríkra forstjóra og starfsmanna á gólfinu. „Íslensk verkalýðshreyfing á nú að heita því á 1. maí að vinna gegn launamisréttinu. Baráttunni fyrir réttlæti lýkur aldrei," sagði Þórunn, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, minnti á að menn töluðu um að það væri ekkert til sem héti ókeypis máltíð en formenn stjórnarflokkanna hefðu ekki hikað við að láta skattgreiðendur borga fyrir veislu sem haldin var í tilefni 10 ára afmælis ríkisstjórnarinnar þar sem formennirnir mærðu hvor annan. „Davíð sagði að Halldór væri mikilmenni og Halldór sagði að Davíð væri stórmenni. Þeir hefðu starfað svo vel saman félagarnir og tekið svo margar ákvarðanir. „Við erum svo fljótir að ákveða, sagði Davíð og Halldór forsætisráðherra sagði að þetta væri stór stund. Mér sýndist þeir vera votir til augnanna. Eflaust voru þeir hrærðir," sagði Ögmundur. Ögmundur sagði að ekkert hefði þar verið minnst á atvinnuleysi eða aðra neikvæða hluti. Enn fremur benti hann á að íslenskt samfélag væri á tímamótum. Sótt væri að réttindum og kjörum, skotleyfi hefði verið gefið út á allt sem væri samfélagslegt, peningahyggjan vildi Íbúðalánasjóð á haugana og talað væri um að flytja Kínverja frá Gulafljóti eða öðrum fátækustu svæðum jarðarkringlunnar til að kenna Íslendingum vinnurétt og að innleiða þjónustutilskipun Evrópusambandsins því þá yrði lag að markaðsvæða sjúkraganginn og barnaskólann. „Engin fyrirstaða við því að skerða réttindi launafólks og að sjálfsögðu styðja atvinnurekendur og Verslunarráðið GATTs samningana sem segja: Allt á markað, allt lifandi og dautt á markað," sagði Ögmundur. Á Akureyri var lítili þátttaka í hátíðahöldum dagsins og giskaði lögreglan á að um 50 manns hefðu tekið þátt í kröfugöngu þar. Meiri þátttaka var hins vegar á Egilsstöðum en það má reyndar þakka góðri fundarsókn íbúa kínverska alþýðulýðveldisins sem komu ofan af Kárahnjúkum í einum fimm rútum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda