Erlent

Birtist í fyrsta sinn í páfaíbúð

Benedikt sextándi páfi birtist í fyrsta sinn í glugga íbúðar sinnar í Vatíkaninu í dag og blessaði þau rúmlega fjörutíu þúsund sem safnast höfðu saman á Péturstorginu til að hlýða á ávarp hans. Benedikt fylgdi þannig þeirri hefð Jóhannesar Páls annars að ávarpa lýðinn úr íbúð sinni. Í ávarpi sínu hvatti páfi m.a. til að endi yrði bundinn á átök í Afríkuríku Tógó en þar hefur verið róstusamt í kjölfar umdeildra kosninga. Þá sagðist páfi vonast til að eining skapaðist milli réttrúnaðarkirkjunnar og þeirra kaþólsku og hvatti til virðingar fyrir verkalýðnum á þessum hátíðisdegi hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×