Erlent

Handteknir vegna morðsins á Hassan

Írakskar og bandarískar hersveitir handtóku í dag ellefu uppreisnarmenn í Írak í áhlaupi á felustað þeirra, en nokkrir uppreisnarmannanna er taldir tengjast morðinu á breska hjálparstarfsmanninum Margaret Hassan. Ráðist var gegn uppreisnarmönnunum í bænum Madain suðaustur af Bagdad, en þar hefur verið róstusamt að undanförnu. Fimm mannanna sem handteknir voru hafa viðurkennt aðild að morðinu á Hassan, samkvæmt íröksku lögreglunni, en henni var rænt um miðjan október í fyrra og hún tekin af lífi um mánuði síðar. Líkið af henni hefur þó enn ekki fundist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×