Sport

Marion verður líklega með í kvöld

NordicPhotos/GettyImages
Hinn kraftmikli framherji Phoenix Suns, Shawn Marion, mun að öllum líkindum leika með liði sínu í kvöld þegar Suns taka á móti Memphis Grizzlies í öðrum leik liðanna í kvöld. Marion tognaði á hendi í fyrsta leiknum þegar honum var skellt í gólfið, en segist vonast til að verða með í kvöld. "Ég er nú reyndar með ansi lágan sársaukaþröskuld og þoli ekki sársauka, en ég hef það fyrir reglu að spila ef ég get gengið, svo að ég reikna nú fastlega með að leika í kvöld," sagði Marion. Hann mun spila Þjálfari Phoenix, Mike D´Antoni, sagði að Marion yrði örugglega með og gerði lítið úr öllum vangaveltum um meiðsli hans. "Þetta var bara smá tognun, það er ekkert brotið og hann mun spila með okkur. Einu áhyggjurnar sem við höfum eru að hann fái annað högg á hendina," sagði D´Antoni. Stoudamire ætlar að róa sig Amare Stoudemire náði sér ekki á strik í fyrsta leiknum og skoraði aðeins 9 stig, sem er ansi langt frá hans meðaltali í vetur. Hann kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur af því og ætlar að koma rólegri og einbeittari til leiks í kvöld. "Ég óð beint inn í teiginn og vildi láta reyna á vörnina hjá þeim í fyrsta leiknum. Ég sleppti því að skjóta nokkrum sinnum og keyrði inn í teig til að reyna að fiska á þá villur. Ég held að ég verði eitthvað rólegri í öðrum leiknum og reyni að einbeita mér að því að spila minn vanalega leik," sagði Stoudemire.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×