Viðskipti innlent

Birta skýrslu Morgan Stanley

Heimildarmenn Markaðarins segja að fyrst þurfi að taka út upplýsingar sem varða aðra hagsmuni en ríkisins. Gagnslaust sé að birta þær. Eftir standi ráðgjöf Morgan Stanley við söluna sem hægt verði bera saman við það söluferli sem nú sé farið eftir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist nýverið á Alþingi ekki vera andsnúinn því að einkavæðingarnefnd birti skýrslu Morgan Stanley. Nefndin hafi byggt greinargerð um sölu Símans að verulegu leyti á ráðgjöf fyrirtækisins. Það hafi til dæmis verið eindregin ráðgjöf að selja Símann í heilu lagi. Staðfest hefur verið af viðskiptaráðherra að hið minnsta fjörutíu aðilar hafi gefið sig fram við Morgan Stanley, skrifað undir trúnaðarsamning og fengið ítarleg gögn afhend um rekstur Símans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×