Viðskipti innlent

Ævintýraleg ávöxtun á bankabréfum

Þeir sem keyptu í útboði ríkisbankanna árið 1998 og skráðu sig fyrir fullum hlut hafa náð ævintýralegri ávöxtun, að því gefnu að bréfin séu enn í þeirra eigu. Í þeim útreikningum sem gerðir voru á ávöxtun bréfanna frá 1998 er ekki gert ráð fyrir að hluthafar hafi nýtt sér rétt til hlutafjáraukningar á hverjum tíma. Búnaðarbankinn, stofnaður árið 1930, sameinaðist Kaupþingi í maí árið 2003 og fékk sá sem átti einn hlut í Búnaðarbankanum tæpa 0,037 hluti í sameinuðum banka. Útboðsgengi í Búnaðarbankaútboðinu til almennings var 2,15 en síðasta gengi í KB banka var um 535. Fjárfestingabanki atvinnulífsins (FBA) varð til með sameiningu Fiskveiðasjóðs Íslands, Iðnlánasjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Útflutningslánasjóðs og tók til starfa í ársbyrjun 1998. FBA sameinaðist Íslandsbanka vorið 2001 og var skiptihlutfallið talið hluthöfum FBA mjög í hag á þeim tíma. Fengu hluthafar FBA 0,76905 krónur í Íslandsbanka-FBA fyrir hverja krónu sem þeir áttu að nafnverði. Upphaflegt kaupverð í FBA var 1,4 krónur á hlut en síðasta gengi í Íslandsbanka var 12,7. Landsbankinn hefur ekki sameinast öðrum bönkum á tímabilinu. Almenningur fékk að kaupa hlutabréf í Landsbankanum á genginu 1,9 í útboðinu árið 1998 en síðasta viðskiptagengi var um 15,5. Búnaðarbankinn Fjárfesting í útboðinu árið 1998 hefur skilað eftirfarandi ávöxtun: Kaupverð: 8.084 kr. (Nafnverð: 3.760 kr.) Verðmæti í dag: 74.365 kr. (Nafnverð: 139 hlutir) Ávöxtun þann 18.04.2005 að teknu tilliti til arðgreiðslna: 856 prósent Landsbankinn Fjárfesting í útboðinu árið 1998 hefur skilað eftirfarandi ávöxtun: Kaupverð: 104.500 (Nafnverð: 55.000) Verðmæti í dag: 852.500 kr. Ávöxtun þann 18.04.2005 að teknu tilliti til arðgreiðslna: 754 prósent FBA Fjárfesting í útboðinu árið 1998 hefur skilað eftirfarandi ávöxtun: Kaupverð: 433.277 (Nafnverð: 309.484) Verðmæti í dag: 3.022.714 kr. (Nafnverð: 238.009) Ávöxtun þann 18.04.2005 að teknu tilliti til arðgreiðslna: 767 prósent





Fleiri fréttir

Sjá meira


×