Sport

Benitez vill Hyypia áfram

Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, blæs á þær sögusagnir að finnski varnarkletturinn, Sami Hyypia, sé á leið frá félaginu. Finninn hefur verið orðaður við ítalska félagið Roma að undanförnu, og hefur sá orðrómur fengið byr undir báða vængi að undanförnu er Mauricio Pellegrino hefur verið valinn í liðið á hans kostnað. En Benitez er þó ánægður með Hyypia. ,,Þið vitið að ég vil ekki tala um einstaka leikmenn, en ég get þó sagt ykkur að ég er mjög ánægður með Sami," sagði Benitez. ,,Hann er góður leikmaður og mjög góður atvinnumaður. En ég vil ekki tala um þetta núna heldur bara einbeita mér að næsta leik."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×