Erlent

Haider kjörinn formaður nýs flokks

Austurríski popúlistinn Jörg Haider var í gær kjörinn formaður nýs stjórnmálaflokks sem vill vera meiri miðjuflokkur en Frelsisflokkurinn, sem Haider fór lengi fyrir en hann yfirgaf í byrjun þessa mánaðar. Allir hinir 564 stofnþingsfulltrúar hins nýja flokks, Bandalags um framtíð Austurríkis (skammstafað BZÖ), kusu Haider, að sögn austurrísku fréttastofunnar APA. Allir þeir sem sátu í ráðherraembættum fyrir Frelsisflokkinn fylgdu Haider yfir í nýja flokkinn. Klofningur Frelsisflokksins hefur orðið stjórnarandstöðunni tilefni til að krefjast nýrra kosninga, en stjórnin stóðst tillögu um vantraust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×