Erlent

Vilja efla viðskiptin

Leiðtogar Indlands og Pakistans samþykktu að efla viðskipti sín á milli á fundi sem var haldinn í Nýju Dehlí á Indlandi. Þeir Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, og Pervez Musharraf, forseti Pakistans, ræddu meðal annars um það hvort hægt væri að flytja gas frá Íran og Turkemistan til Indlands í gegnum Pakistan. Einnig samþykktu þeir að sleppa lausum þeim sem höfðu verið fangelsaðir eftir að hafa fyrir mistök farið yfir landamærin sem skilja löndin tvö að. Musharraf er staddur í þriggja daga heimsókn á Indlandi sem lýkur í dag. Er henni ætlað að styrkja samskipti þjóðanna sem hafa verið afar stirð í gegnum tíðina. Musharraf heimsótti Indland síðast árið 2001 og fundaði þá með Atal Bihari Vajpayee, þáverandi forsætisráðherra landsins. Lítill árangur varð af þeim viðræðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×