Erlent

Fjórir látnir í rútuslysi í Sviss

Fjórir hið minnsta fórust þegar hópferðabíll steyptist niður í gljúfur í Suðvestur-Sviss í morgun. 28 farþegar voru í bílnum þegar hann rann út af veginum á milli Martigny og Sankti Bernharðsskarðs. Fjöldi fólks er slasaður en hópferðabíllinn steyptist niður hundrað og fimmtíu metra. Talsmenn lögreglu segja ekki liggja fyrir hverrar þjóðar farþegarnir eru en björgunaraðgerðir standa enn þá yfir. Björgunarmenn hafa átt í erfiðleikum með að komast að bílnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×