Sport

Bolton í 5. sætið

Liverpool og Tottenham máttu sætta sig við jafntefli í leik liðanna á Anfield, 2-2 í ensku úrvaldeildinni í knattspyrnu í dag. Liverpool er því fallið niður í 6. sæti og er 3 stigum á eftir Everton sem á leik til góða en liðin eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti í deildinni. Erik Edman kom gestunum yfir á 10. mínútu en Louis Garcia jafnaði fyrir heimamenn. Robbie Keane kom Tottenham yfir, 1-2 þegar 57 mínútur voru liðnar af leiknum. Aðeins 2 mínútum eftir mark Keane fékk Liverpool vítaspyrnu sem fyrirliðinn Steven Gerrard misnotaði en Sami Hyypia jafnaði metin á 64. mínútu. Bolton hafði sætaskipti við Liverpool og er komið í 5. sæti með 52 stig eftir 1-2 sigur á Charlton. Hermann Hreiðarsson lék að venju allan leikinn með Charlton. Jay-Jay Okocha skoraði úr vítaspyrnu á 7. mínútu en Francis Jeffers jafnaði fyrir Charlton áður en El-Hadji Diouf á 58 mínútu. Crystal Palace og botnlið Norwich gerðu 3-3 jafntefli þar sem Norwich komst í 3-1. Man City og Fulham gerðu 1-1 jafntefli og Southampton sem komst 2-0 yfir gegn Aston Villa með mörkum Kevin Phillips og Peter Crouch, tapaði niður forystunni og Villa vann leikinn 2-3 með mörkum Carlton Cole, Nolberto Solano og Steven Davis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×