Erlent

Sjö létust í árás á veitingahús

Sjö manns - fimm óbreyttir borgarar og tveir lögreglumenn - létust í sprengjuárás á vinsælan veitingastað í Baquba í Írak um hádegi í dag. Fimm slösuðust í árásinni, en veitingastaðurinn var þéttsetinn þegar sprengjan sprakk. Árásum á lögreglu og borgara í Írak hefur fjölgað aftur undanfarna daga eftir að dregið hafði úr þeim í kjölfar þingkosninga í landinu í lok janúar. Þá greina óstaðfestar fregnir frá því að ellefu fangar í herfangelsi Bandaríkjamanna í Bucca í Írak hafi sloppið í morgun en talið er að 10 þeirra hafi náðst nokkrum stundum eftir að þeir struku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×