Erlent

Miklir þurrkar í Portúgal

Miklir þurrkar hafa verið í Portúgal síðustu mánuði og hefur vatnsbúskapur landsins ekki verið lakari í aldarfjórðung. Þurrkarnir hafa áhrif á yfir helming landsins og segir Veðurstofa Portúgals að úrkoma frá því október í fyrra sé innan við 65 prósent af meðaltalsúrkomu á sama tímabili á árunum 1961-1990. Spáð er áframhaldandi þurrkum og hafa yfirvöld í suðurhluta landsins þurft að skammta vatn til vökvunar. Fyrr í mánuðinum fóru portúgölsk stjórnvöld fram á fyrir fram greiðslu úr landbúnaðarsjóðum Evrópusambandsins til þess að aðstoða bændur sem hafa orðið illa úti, en hundruð búfjár hafa drepist í þurrkunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×