Erlent

Stjórn Berlusconis riðar til falls

MYND/AP
Kristilegir demókratar á Ítalíu hafa ákveðið að segja sig úr ríkisstjórn Silvios Berlusconis. Ákvörðunin er áfall fyrir Berlusconi þrátt fyrir að leiðtogar flokksins kveðist ætla að styðja stjórnina áfram. Fjórir ráðherrar flokksins hverfa nú úr stjórn og er málum þá svo komið að Berlusconi er nánast neyddur til að segja af sér og efna til nýrra kosninga. Kristilegir demókratar ákváðu þetta í kjölfar þess að Berlusconi neitaði gera veigamiklar breytingar á ríkisstjórninni í kjölfar héraðskosninga í síðustu viku þar sem stjórnarflokkarnir guldu afhroð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×