Hvers eigum við að gjalda? 15. apríl 2005 00:01 Málefni aldraðra - Karl Gústaf Ásgrímsson, eftirlaunaþegi Hvers eigum við að gjalda? Að undanförnu hefur verið nokkuð mikið rætt og ritað um málefni aldraðra og mikið talað um að nú þurfi að gera vel við aldraða. Hvers vegna er talað og ritað um að gera vel við aldraða? Svarið er ákaflega einfalt, á undanförnum árum hafa greiðslur Tryggingastofnunar til efirlaunaþega lækkað verulega sem hlutfall af almennum launum, aldraðir hafa dregist aftur úr öðrum. Rétt dæmi um eftirlaunaþega, sem fór á eftirlaun í árslok 1999, og fær ellilífeyri frá Tryggingastofnun og greiðslu úr lífeyrisjóði lítur svona út: Ellilífeyrir frá Tryggingastofnun hefur hækkað um 30% en greiðslur úr lífeyrissjóðnum hafa hækkað um 39,2% til dagsins í dag. Þetta er staðreynd, sem sýnir að ellilífeyrir frá tryggingastofnun hefu rýrnað um 9% á þessum árum. Þessi rýrnun á greiðslum Tryggingastofnunar sem hér er sagt frá hefur orðið á aðeins 6 árum, en þessi rýrnun hafði verið við líði næsta ártug þar á undan. Hvers eigum við aldraðir að gjalda? Við sem núna erum komin á eftirlaun og fáum lítið úr lífeyrisjóðum verðum að treysta á eftirlaun frá Tryggingastofnun okkur til framfæris, og samkvæmt skýrslum Tryggingastofnunar eru það milli tíu og tólf þúsund okkar sem verða að lifa af eftirlaunum sem eru langt undir fátækramörkum, eru hungurlaun, um og undir eitt hundrað og tíu þúsund krónur á mánuði. Hvers eigum við að gjalda? Við erum ekki að fara fram á fátækraframfærslu, við erum aðeins að krefjast réttlætis. Við erum búin að greiða í Almannatryggingar ( Tryggingastofnun ), sem var okkar lífeyrissjóður, frá 16 ára aldri og þar til við hættum vinnu. Við krefjumst þess að stjórnvöld hætti að skerða lífeyri okkar frá Tryggingastofnun eins og verið hefur og greiði okkur lífeyri, (ellífeyri og tekjutryggingu o.fl,) eins og við höfum unnið fyrir og bæti upp þær skerðingar sem orðið hafa, en þær eru milli 15 og 20%. Við aldraðir erum ekki að óska neins sem við eigum ekki, við erum aðeins að krefjast þess sem við höfum greitt fyrir og að stjórnvöld hætti að arðræna okkur og skili okkur því sem við eigum. Eins gerum við þær kröfur að hætt verð þessum miklu skerðingum á eftirlaunum frá Tryggingastofnun, þótt svo eftirlaunaþegi geti aflað sér einhverra tekna frá öðrum. Við erum ekki að betla, við erum að krefjst réttlætis, að við fáum það sem við höfum unnið fyrir. Við höfum byggt upp þetta velferðarþjóðfélag og eigum ekki að gjalda fyrir það, heldur að njóta réttlætis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Málefni aldraðra - Karl Gústaf Ásgrímsson, eftirlaunaþegi Hvers eigum við að gjalda? Að undanförnu hefur verið nokkuð mikið rætt og ritað um málefni aldraðra og mikið talað um að nú þurfi að gera vel við aldraða. Hvers vegna er talað og ritað um að gera vel við aldraða? Svarið er ákaflega einfalt, á undanförnum árum hafa greiðslur Tryggingastofnunar til efirlaunaþega lækkað verulega sem hlutfall af almennum launum, aldraðir hafa dregist aftur úr öðrum. Rétt dæmi um eftirlaunaþega, sem fór á eftirlaun í árslok 1999, og fær ellilífeyri frá Tryggingastofnun og greiðslu úr lífeyrisjóði lítur svona út: Ellilífeyrir frá Tryggingastofnun hefur hækkað um 30% en greiðslur úr lífeyrissjóðnum hafa hækkað um 39,2% til dagsins í dag. Þetta er staðreynd, sem sýnir að ellilífeyrir frá tryggingastofnun hefu rýrnað um 9% á þessum árum. Þessi rýrnun á greiðslum Tryggingastofnunar sem hér er sagt frá hefur orðið á aðeins 6 árum, en þessi rýrnun hafði verið við líði næsta ártug þar á undan. Hvers eigum við aldraðir að gjalda? Við sem núna erum komin á eftirlaun og fáum lítið úr lífeyrisjóðum verðum að treysta á eftirlaun frá Tryggingastofnun okkur til framfæris, og samkvæmt skýrslum Tryggingastofnunar eru það milli tíu og tólf þúsund okkar sem verða að lifa af eftirlaunum sem eru langt undir fátækramörkum, eru hungurlaun, um og undir eitt hundrað og tíu þúsund krónur á mánuði. Hvers eigum við að gjalda? Við erum ekki að fara fram á fátækraframfærslu, við erum aðeins að krefjast réttlætis. Við erum búin að greiða í Almannatryggingar ( Tryggingastofnun ), sem var okkar lífeyrissjóður, frá 16 ára aldri og þar til við hættum vinnu. Við krefjumst þess að stjórnvöld hætti að skerða lífeyri okkar frá Tryggingastofnun eins og verið hefur og greiði okkur lífeyri, (ellífeyri og tekjutryggingu o.fl,) eins og við höfum unnið fyrir og bæti upp þær skerðingar sem orðið hafa, en þær eru milli 15 og 20%. Við aldraðir erum ekki að óska neins sem við eigum ekki, við erum aðeins að krefjast þess sem við höfum greitt fyrir og að stjórnvöld hætti að arðræna okkur og skili okkur því sem við eigum. Eins gerum við þær kröfur að hætt verð þessum miklu skerðingum á eftirlaunum frá Tryggingastofnun, þótt svo eftirlaunaþegi geti aflað sér einhverra tekna frá öðrum. Við erum ekki að betla, við erum að krefjst réttlætis, að við fáum það sem við höfum unnið fyrir. Við höfum byggt upp þetta velferðarþjóðfélag og eigum ekki að gjalda fyrir það, heldur að njóta réttlætis.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar