Síminn: Frestur frá stjórnvöldum? 14. apríl 2005 00:01 Hópurinn sem stendur að söfnun hluthafa til kaupa á Símanum íhugar að fá frest hjá stjórnvöldum til að fá ráðrúm til að vinna að málinu. Í dag hafði hópurinn safnað hlutafjárloforðum upp á tólf og hálfan milljarð króna. Þann 6. maí, eftir um þrjár vikur, rennur fresturinn út til að skila inn tilboðum um kaup á Símanum. Það er því stuttur tími sem hópurinn hefur til að ganga frá öllum lausum endum en hópurinn þarf að skila inn útboðsgögnum til Fjármálaeftirlitsins áður en hægt verður að senda inn formlegt tilboð. Afgreiðsla stofnunarinnar á þeim gögnum tekur mislangan tíma að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Agnes Bragadóttir segir að hópurinn muni sækja um frest, ef útlit verði fyrir að hann brenni inni á tíma. Hópurinn hefur leitað til fjölda fjárfesta og fjármálastofnana sem eru, að sögn Agnesar, að skoða málin. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa engin fyrirtæki á vegum Björgólfs Thors nálgast hópinn með formlegum hætti varðandi þátttöku í kaupunum á Símanum og er ekkert útilokað í þeim herbúðum. Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, neitaði fréttastofu um viðtal og það eina sem hann vildi láta hafa eftir sér er að VÍS ætlaði sér ekki að verða leiðandi aðili í hópi þeirra fjárfesta sem munu bjóða í Símann. Ef hins vegar fjárfestar leituðu eftir samstarfi við VÍS um kaup á Símanum þá yrði það skoðað. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir að eflaust fagni stóru fjárfestarnir þessari breiðfylkingu. Þetta líti hins vegar nokkuð kindarlega í hans augum því haft hafi verið á orði að stóru fjárfestarnir séu „rumpulýður“ sem fremji hvert þjóðarránið á fætur öðru. „Ætlar nú þetta nýja fjárfestingafélag að fara að vinna með þessum rumpulýð?“ spyr Jón Og Jón telur að sala Símans sé í uppnámi og því eigi að hætta við hana. Best og réttlátast væri að senda hlutabréf í fyrirtækinu í pósti til fólksins í landinu. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, segir að ef erindi um frestun á sölu Símans berist þá verði það tekið til umfjöllunar hjá einkavæðinganefnd. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hópurinn sem stendur að söfnun hluthafa til kaupa á Símanum íhugar að fá frest hjá stjórnvöldum til að fá ráðrúm til að vinna að málinu. Í dag hafði hópurinn safnað hlutafjárloforðum upp á tólf og hálfan milljarð króna. Þann 6. maí, eftir um þrjár vikur, rennur fresturinn út til að skila inn tilboðum um kaup á Símanum. Það er því stuttur tími sem hópurinn hefur til að ganga frá öllum lausum endum en hópurinn þarf að skila inn útboðsgögnum til Fjármálaeftirlitsins áður en hægt verður að senda inn formlegt tilboð. Afgreiðsla stofnunarinnar á þeim gögnum tekur mislangan tíma að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Agnes Bragadóttir segir að hópurinn muni sækja um frest, ef útlit verði fyrir að hann brenni inni á tíma. Hópurinn hefur leitað til fjölda fjárfesta og fjármálastofnana sem eru, að sögn Agnesar, að skoða málin. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa engin fyrirtæki á vegum Björgólfs Thors nálgast hópinn með formlegum hætti varðandi þátttöku í kaupunum á Símanum og er ekkert útilokað í þeim herbúðum. Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, neitaði fréttastofu um viðtal og það eina sem hann vildi láta hafa eftir sér er að VÍS ætlaði sér ekki að verða leiðandi aðili í hópi þeirra fjárfesta sem munu bjóða í Símann. Ef hins vegar fjárfestar leituðu eftir samstarfi við VÍS um kaup á Símanum þá yrði það skoðað. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir að eflaust fagni stóru fjárfestarnir þessari breiðfylkingu. Þetta líti hins vegar nokkuð kindarlega í hans augum því haft hafi verið á orði að stóru fjárfestarnir séu „rumpulýður“ sem fremji hvert þjóðarránið á fætur öðru. „Ætlar nú þetta nýja fjárfestingafélag að fara að vinna með þessum rumpulýð?“ spyr Jón Og Jón telur að sala Símans sé í uppnámi og því eigi að hætta við hana. Best og réttlátast væri að senda hlutabréf í fyrirtækinu í pósti til fólksins í landinu. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, segir að ef erindi um frestun á sölu Símans berist þá verði það tekið til umfjöllunar hjá einkavæðinganefnd.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira