Viðskipti innlent

Straumur seldi í TM

Straumur hefur selt tæplega fjörutíu prósenta hlut sinn í Tryggingamiðstöðinni. Viðskiptin fóru fram á genginu 22,8 og eru kaupendur Sund ehf., sem keypti 20%, Fjárfestingarfélag sparisjóðanna, sem keypti 12,9%, og Höfðaborg sem keypti 5%. Sund er eignarhaldsfélag fjölskyldu Óla í Olís. Höfðaborg er í eigu félagsins Holtasels sem er í eigu Péturs Guðmundssonar. Fjárfestingarfélag sparisjóðanna og Sund munu þurfa að fá samþykki Fjármálaeftirlitsins til þess að fara með virkan eignarhlut í TM en framsal hluta og greiðsla kaupverðs munu engu að síður fara fram óháð því samþykki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×