Sport

Hitzlsperger semur við Stuttgart

Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger hefur gert formlegan tveggja ára samning við Stuttgart í heimalandi sínu, en samningur hans við Aston Villa á Englandi rennur út í sumar og vildi enska liðið frekar selja hann nú, en að eiga á hættu að missa hann án endurgjalds í sumar. Hitzlsperger er í skýjunum yfir því að vera að fara heim, en hann er í þýska landsliðshópnum og ætlar sér stóra hluti á HM í heimalandinu á næsta ári. Matthias Sammer, knattspyrnustjóri Stuttgart var ánægður að vera búinn að ná samningum við hinn unga leikmann. "Thomas er ungur og mjög öflugur leikmaður sem á eftir að nýtast okkur vel. Hann hefur sannað getu sína með því að fara til Englands og ná að standa sig þar." "Eftir að hafa rætt við forráðamenn Stuttgart, ákvað ég að slá til", sagði leikmaðurinn, sem sagðist ánægður að vera á leið á heimaslóðirnar, þar sem metnaðurinn fyrir Evrópuþáttöku næstu ár er mikill.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×