Erlent

Illskeytt veira í Angóla

Skæð veira herjar nú á íbúa Angóla en í það minnsta 194 hafa látist af hennar völdum að undanförnu. Sjúkdómseinkennin sem hin svonefnda-Marburg veira leiðir af sér eru svipuð ebóla-veikinni og því er vonast til að bóluefnið sem notað er gegn henni dugi einnig gegn nýju veirunni. Læknar frá Sameinuðu þjóðunum og samtökunum Læknar án landamæra eru á vettvangi og hjúkra fólkinu. Það hefur valdið þeim vandræðum að fólk felur gjarnan sjúka ættingja sína fyrir þeim þar sem það óttast að ástvinir sínir verði teknir burt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×