Húsbrot og faldar myndavélar 13. apríl 2005 00:01 Starfshættir fjölmiðla - Ingvar Gíslason Ekki verður um það deilt, að koma ber í veg fyrir að útlendingar vinni á Íslandi án tilskilinna leyfa. Þó má á milli vera hvernig unnið er að því að uppræta brot af því tagi. Enginn getur amast við því að umræður um erlent vinnuafl eigi sér stað í fjölmiðlum og á fundum, m.a. það hvernig atvinnurekendur misnota erlent verkafólk í auðgunarskyni og brjóta þá lög og stjórnvaldsreglur, að ekki sé minnst á samninga um kaup og kjör. Já, hverjir eru að brjóta lögin? Hverja á að úthrópa og draga fram sem brotamenn í slíkum tilfellum? Ekki helgar tilgangurinn öll meðul. Ég ætla að leyfa mér að benda á eitt dæmi um aðfinnsluvert framferði fréttamanna um mál af þessu tagi. Dæmið sem ég nefni er sá hluti sjónvarpsþáttar Páls Benediktssonar 20. mars sl. (Í brennidepli) þar sem rætt var um erlent verkafólk sem hingað hefur sótt í atvinnuleit, en hefur látið undir höfuð leggjast að verða sér úti um atvinnuleyfi með formlegum hætti. Ekki er svo að skilja að fólk þetta (oftast karlar) komi til landsins sem laumufarþegar. Það kemur hingað eftir opnum ferðaleiðum sem frjálsir einstaklingar. En á bak við ferðalag þessa fólks liggur þó yfirleitt tálbeitan um að á Íslandi sé "nóg að gera" (eins og sagt er) og að þar megi vinna sér inn stórfé á stuttum tíma. Þetta fólk er bersýnilega ekki upplýst um nauðsynleg atvinnuleyfi og gildandi kjarasamninga. Því er á hinn bóginn innrætt að Ísland sé hluti hins "frjálsa heims" þar sem höftum hefur verið útrýmt, þ. á m. höftum á vinnuframlagi erlendra farandverkamanna. Öllu reglugerðarklabbinu (sovésklitaðri framsóknar- og sveitamennsku frá kreppuárum) á að hafa verið úthýst. En grandalausir Lettar og Pólverjar reka sig á annað. Þeir eru hingað komnir í góðri trú um alfrelsið og hegða sér eftir því. Hjá slíkum mönnum er naumast að finna svo "einbeittan brotavilja" að varði tugthúsvist að vinna sér inn nokkrar krónur í tímabundinni byggingavinnu. Það hlýtur því að teljast brenglaður skilningur á mannhelgi og persónufrelsi, ef átölulaust er hægt að sviðsetja húsbrot frammi fyrir falinni kvikmyndavél til þess að handtaka slíka meinleysingja frá fátæktarlöndum og niðurlægja þá í beinni sjónvarpsútsendingu sem hættulega afbrotamenn. Páli Benediktssyni væri nær að huga að hinu flóknara ferli þess heimsástands sem hvetur útlenda nauðleitarmenn til Íslands í atvinnuleit. Fréttaskýringaþáttur, sem elur á heimsku refsigleðinnar, ósveigjanlegri lögfestu og hleypidómum gagnvart fátæklingum og grandalausum farandverkamönnum, er þess eins verður að hneykslast á honum. Þáttagerðarmenn fjölmiðla komast því miður upp með að gera út á sljóleika almenningsálitsins og þykir því sinn fugl fagur. En væri ekki meiri slægur í að kafa ofan í neðanjarðarhagkerfi evrópukapitalismans en þessa gagnsæju smápretti trésmiða og múrara á Íslandi, sem bráðvantar handlangara og lokka þá til sín fyrir allra augum atvinnulausa fátæklinga úr útlöndum, sakleysingja sem gerðir eru að blórabögglum í filmuverki sjónvarps allra landsmanna? Varla er öðru trúandi en að saksóknarar og dómarar ráði við það einfalda verk að koma lögum yfir atvinnurekendur (sem grunaðir eru um lögbrot og misneytingu) án ósmekklegrar og löglausrar íhlutunar sjónvarpsmanna með faldar myndavélar að vopni, sem beint er að varnarlausum smælingjum í ókunnu landi. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Starfshættir fjölmiðla - Ingvar Gíslason Ekki verður um það deilt, að koma ber í veg fyrir að útlendingar vinni á Íslandi án tilskilinna leyfa. Þó má á milli vera hvernig unnið er að því að uppræta brot af því tagi. Enginn getur amast við því að umræður um erlent vinnuafl eigi sér stað í fjölmiðlum og á fundum, m.a. það hvernig atvinnurekendur misnota erlent verkafólk í auðgunarskyni og brjóta þá lög og stjórnvaldsreglur, að ekki sé minnst á samninga um kaup og kjör. Já, hverjir eru að brjóta lögin? Hverja á að úthrópa og draga fram sem brotamenn í slíkum tilfellum? Ekki helgar tilgangurinn öll meðul. Ég ætla að leyfa mér að benda á eitt dæmi um aðfinnsluvert framferði fréttamanna um mál af þessu tagi. Dæmið sem ég nefni er sá hluti sjónvarpsþáttar Páls Benediktssonar 20. mars sl. (Í brennidepli) þar sem rætt var um erlent verkafólk sem hingað hefur sótt í atvinnuleit, en hefur látið undir höfuð leggjast að verða sér úti um atvinnuleyfi með formlegum hætti. Ekki er svo að skilja að fólk þetta (oftast karlar) komi til landsins sem laumufarþegar. Það kemur hingað eftir opnum ferðaleiðum sem frjálsir einstaklingar. En á bak við ferðalag þessa fólks liggur þó yfirleitt tálbeitan um að á Íslandi sé "nóg að gera" (eins og sagt er) og að þar megi vinna sér inn stórfé á stuttum tíma. Þetta fólk er bersýnilega ekki upplýst um nauðsynleg atvinnuleyfi og gildandi kjarasamninga. Því er á hinn bóginn innrætt að Ísland sé hluti hins "frjálsa heims" þar sem höftum hefur verið útrýmt, þ. á m. höftum á vinnuframlagi erlendra farandverkamanna. Öllu reglugerðarklabbinu (sovésklitaðri framsóknar- og sveitamennsku frá kreppuárum) á að hafa verið úthýst. En grandalausir Lettar og Pólverjar reka sig á annað. Þeir eru hingað komnir í góðri trú um alfrelsið og hegða sér eftir því. Hjá slíkum mönnum er naumast að finna svo "einbeittan brotavilja" að varði tugthúsvist að vinna sér inn nokkrar krónur í tímabundinni byggingavinnu. Það hlýtur því að teljast brenglaður skilningur á mannhelgi og persónufrelsi, ef átölulaust er hægt að sviðsetja húsbrot frammi fyrir falinni kvikmyndavél til þess að handtaka slíka meinleysingja frá fátæktarlöndum og niðurlægja þá í beinni sjónvarpsútsendingu sem hættulega afbrotamenn. Páli Benediktssyni væri nær að huga að hinu flóknara ferli þess heimsástands sem hvetur útlenda nauðleitarmenn til Íslands í atvinnuleit. Fréttaskýringaþáttur, sem elur á heimsku refsigleðinnar, ósveigjanlegri lögfestu og hleypidómum gagnvart fátæklingum og grandalausum farandverkamönnum, er þess eins verður að hneykslast á honum. Þáttagerðarmenn fjölmiðla komast því miður upp með að gera út á sljóleika almenningsálitsins og þykir því sinn fugl fagur. En væri ekki meiri slægur í að kafa ofan í neðanjarðarhagkerfi evrópukapitalismans en þessa gagnsæju smápretti trésmiða og múrara á Íslandi, sem bráðvantar handlangara og lokka þá til sín fyrir allra augum atvinnulausa fátæklinga úr útlöndum, sakleysingja sem gerðir eru að blórabögglum í filmuverki sjónvarps allra landsmanna? Varla er öðru trúandi en að saksóknarar og dómarar ráði við það einfalda verk að koma lögum yfir atvinnurekendur (sem grunaðir eru um lögbrot og misneytingu) án ósmekklegrar og löglausrar íhlutunar sjónvarpsmanna með faldar myndavélar að vopni, sem beint er að varnarlausum smælingjum í ókunnu landi. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar