Framhaldsskóla í Mosfellsbæ 13. apríl 2005 00:01 Menntamál - Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar, græns framboðs Mosfellsbær er tiltölulega ungt en vaxandi bæjarfélag með hátt í 6.700 íbúa og hlutfall ungs fólks í þeim hópi er hátt. Nú eru þar um 100 manns í hverjum árgangi á framhaldsskólaaldri og margir stærri árgangar á grunnskólaaldri. Engum blöðum er um það að fletta að Mosfellsbær er langstærsta sveitarfélag landsins sem ekki hefur eigin framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldinn nái 8.000 á næstu fimm árum og verði um 10.000 árið 2012. Án efa er það nálægðin við Reykjavík sem mestu veldur um það að Mosfellsbær hefur setið eftir í uppbyggingu framhaldsskólakerfisins á undanförnum áratugum. Mosfellsbær fer með um 12% af áætluðum kostnaði við Borgarholtsskóla sem er sá framhaldsskóli í Reykjavík sem er næst sveitarfélaginu. Almenningssamgöngur milli Mosfellsbæjar og Borgarholts eru hins vegar ekki nógu góðar til að gera Borgarholtsskóla að ákjósanlegum kosti fyrir framhaldsskólanema í Mosfellsbæ, umfram aðra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Það gefur auga leið að sú staðreynd ýtir undir einkabílanotkun þeirra sem þaðan þurfa að sækja framhaldsskóla til nágrannasveitarfélaganna og eykur umferð um Vesturlandsveg á álagstímum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur nú um nokkurt skeið haft hug á að taka upp viðræður við ríkisvaldið um stofnun framhaldsskóla í bænum. Frá þessu greindu fulltrúar hennar á fundi með fjárlaganefnd haustið 2002 og aftur 2003 og 2004. En ekkert hefur gerst í málinu. Gert er ráð fyrir framhaldsskóla á aðalskipulagi bæjarins og slíkur skóli mundi styrkja innviði sveitarfélagsins verulega. Blómlegt félags- og tómstundastarf byggist jafnan upp í kringum starf einstakra framhaldsskóla, sem gefa hverju byggðarlagi tækifæri til að styrkja sérstöðu sína með samstarfi við skólana. Framhaldsskóli í Mosfellsbæ gæti því hæglega þjónað fleirum en heimamönnum ef þar byggðist upp sérhæft nám að einhverju leyti, t.d. á sviði heilsueflingar og ferðaþjónustu sem nú þegar standa sterkum fótum í bæjarfélaginu. Enn fremur gæti orðið hentugt fyrir íbúa í Grundarhverfi, á Kjalarnesi, á Álfsnesi, í Kjós og nýju hverfi við Úlfarsfell að sækja slíkan skóla vegna nálægðarinnar. Að mati okkar þingmanna Vinstri-Grænna er stofnun framhaldsskóla í Mosfellsbæ eitt brýnasta verkefni fyrir íbúana á þessu svæði. Framhaldsskóli er einn af hornsteinum hverrar byggðar og skiptir gríðarlegu máli í uppbyggingu heildstæðs samfélags. Nú er svo sannarlega komið að Mosfellsbæ. Ríkið ber ábyrgð á stofnun og rekstri framhaldsskólans. Við, þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, höfum lagt fram tillögu um að Alþingi feli menntamálaráðherra að hefjast handa um uppbyggingu framhaldsskóla í Mosfellsbæ með það að markmiði að sá skóli taki til starfa innan tveggja ára. Allt mælir með því að gengið verði í þetta mál og yfirvöld hafa tekið nokkuð vel í það. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Menntamál - Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar, græns framboðs Mosfellsbær er tiltölulega ungt en vaxandi bæjarfélag með hátt í 6.700 íbúa og hlutfall ungs fólks í þeim hópi er hátt. Nú eru þar um 100 manns í hverjum árgangi á framhaldsskólaaldri og margir stærri árgangar á grunnskólaaldri. Engum blöðum er um það að fletta að Mosfellsbær er langstærsta sveitarfélag landsins sem ekki hefur eigin framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldinn nái 8.000 á næstu fimm árum og verði um 10.000 árið 2012. Án efa er það nálægðin við Reykjavík sem mestu veldur um það að Mosfellsbær hefur setið eftir í uppbyggingu framhaldsskólakerfisins á undanförnum áratugum. Mosfellsbær fer með um 12% af áætluðum kostnaði við Borgarholtsskóla sem er sá framhaldsskóli í Reykjavík sem er næst sveitarfélaginu. Almenningssamgöngur milli Mosfellsbæjar og Borgarholts eru hins vegar ekki nógu góðar til að gera Borgarholtsskóla að ákjósanlegum kosti fyrir framhaldsskólanema í Mosfellsbæ, umfram aðra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Það gefur auga leið að sú staðreynd ýtir undir einkabílanotkun þeirra sem þaðan þurfa að sækja framhaldsskóla til nágrannasveitarfélaganna og eykur umferð um Vesturlandsveg á álagstímum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur nú um nokkurt skeið haft hug á að taka upp viðræður við ríkisvaldið um stofnun framhaldsskóla í bænum. Frá þessu greindu fulltrúar hennar á fundi með fjárlaganefnd haustið 2002 og aftur 2003 og 2004. En ekkert hefur gerst í málinu. Gert er ráð fyrir framhaldsskóla á aðalskipulagi bæjarins og slíkur skóli mundi styrkja innviði sveitarfélagsins verulega. Blómlegt félags- og tómstundastarf byggist jafnan upp í kringum starf einstakra framhaldsskóla, sem gefa hverju byggðarlagi tækifæri til að styrkja sérstöðu sína með samstarfi við skólana. Framhaldsskóli í Mosfellsbæ gæti því hæglega þjónað fleirum en heimamönnum ef þar byggðist upp sérhæft nám að einhverju leyti, t.d. á sviði heilsueflingar og ferðaþjónustu sem nú þegar standa sterkum fótum í bæjarfélaginu. Enn fremur gæti orðið hentugt fyrir íbúa í Grundarhverfi, á Kjalarnesi, á Álfsnesi, í Kjós og nýju hverfi við Úlfarsfell að sækja slíkan skóla vegna nálægðarinnar. Að mati okkar þingmanna Vinstri-Grænna er stofnun framhaldsskóla í Mosfellsbæ eitt brýnasta verkefni fyrir íbúana á þessu svæði. Framhaldsskóli er einn af hornsteinum hverrar byggðar og skiptir gríðarlegu máli í uppbyggingu heildstæðs samfélags. Nú er svo sannarlega komið að Mosfellsbæ. Ríkið ber ábyrgð á stofnun og rekstri framhaldsskólans. Við, þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, höfum lagt fram tillögu um að Alþingi feli menntamálaráðherra að hefjast handa um uppbyggingu framhaldsskóla í Mosfellsbæ með það að markmiði að sá skóli taki til starfa innan tveggja ára. Allt mælir með því að gengið verði í þetta mál og yfirvöld hafa tekið nokkuð vel í það. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar